Lífið

Kjánaskapur nauðsynlegur í ástarsambandi

Susan Sarandon. MYND/Cover Media
Susan Sarandon. MYND/Cover Media

Leikkonan Susan Sarandon, 63 ára, heldur því fram að ef samband á að ganga þurfa báðir aðilar að vera forvitnir og geta hagað sér eins og kjánar.

Susan hætti með leikaranum Tim Robbins á síðasta ári eftir 23 ára samband og saman eiga þau tvö börn, Jack, 21 ár, og Miles, 18 ára.

Þegar Susan áttaði sig á því að ástarsambandið var orðið að vana hætti hún með Tim.

„Þú þarft að rækta maka þinn á hverjum einasta degi, láta eins og kjáni og virkilega þrá að vera hluti af sambandinu. Þegar þú hættir að fá eitthvað út úr því þá er það búið," sagði Susan sem segist hafa þráð breytingu því hún vildi takast á við nýtt hlutverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.