Menningarstaðir á Akureyri skella í lás 9. mars 2010 07:00 Friðrik V. lokaði á dögunum og framtíð Græna hattsins er óljós. Pálmi Gunnarsson tónlistar-maður segir leiðinlegt að horfa upp á þetta, en Hermann Jón bæjarstjóri telur að menningarlíf Akureyrar sé ekki í útrýmingarhættu. „Það væri slæmt fyrir bæinn og tónlistarlífið að missa staðinn,“ segir Haukur Tryggvason, veitingamaður á Græna hattinum á Akureyri. Framtíð Græna hattsins er óljós eftir að leigusamningi við staðinn var sagt upp. Áformað er að opna annars konar skemmtistað í húsinu, en erindi þess efnis liggur fyrir hjá skipulagsstjóra Akureyrar. Græni hatturinn hefur verið einn vinsælasti tónleikastaður landsins undanfarin misseri. Á síðasta ári voru 130 tónleikar haldnir á staðnum. „Það hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Haukur og bætir við að staðurinn sé alltaf að sækja í sig veðrið. „Ferðafólk er farið að stíla ferðirnar inn á dagskrána. Stórir hópar hafa samband í hverri viku og spyrja hvað sé að gerast á Græna hattinum.“ Veitingastaðnum Friðriki V. var einnig lokað á dögunum, en eins og Græni hatturinn var hann landsþekktur. Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson býr á Akureyri og segir að Græni hatturinn hafi verið heimastaður tónleikahalds í bænum. „Það er hundleiðinlegt að horfa upp á, þegar verið er að mjaka upp ákveðnu menningarstigi, að það nái upp að vissu marki og svo sé skellt í lás. Það er alveg glatað,“ segir Pálmi ómyrkur í máli. „Það er skelfilegt helvíti ef þetta er niðurstaðan. Það eina sem maður getur vonað er að það verði fundinn annar staður til þess að byggja upp eitthvað svipað.“ Menningarhúsið Hof rís nú á Strandgötu á Akureyri, en Pálmi býst ekki við að það fylli skarðið sem Græni hatturinn skilur eftir sig. „Burtséð frá því að hér sé að rísa einhver steypuhöll sem á að kallast menningarhús,“ segir hann. „Það sem þar verður boðið upp á er ekki í nágrenni við Græna hattinn. Það er allt annar pakki.“ Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri Akureyrar, telur ekki að menningarlífið í bænum sé í útrýmingarhættu. „Þetta var hvoru tveggja fínasta starfsemi sem hefði gjarnan mátt vera áfram til staðar. Það er hins vegar ekki á okkar valdi og þá verðum við að vona að einhverjir aðrir sjái tækifæri í stöðunni og byggi upp eitthvað sambærilegt, eða eitthvað nýtt sem hefur sama aðdráttarafl.“ atlifannar@frettabladid.is Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður f60300508_palmi - klippa Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
„Það væri slæmt fyrir bæinn og tónlistarlífið að missa staðinn,“ segir Haukur Tryggvason, veitingamaður á Græna hattinum á Akureyri. Framtíð Græna hattsins er óljós eftir að leigusamningi við staðinn var sagt upp. Áformað er að opna annars konar skemmtistað í húsinu, en erindi þess efnis liggur fyrir hjá skipulagsstjóra Akureyrar. Græni hatturinn hefur verið einn vinsælasti tónleikastaður landsins undanfarin misseri. Á síðasta ári voru 130 tónleikar haldnir á staðnum. „Það hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Haukur og bætir við að staðurinn sé alltaf að sækja í sig veðrið. „Ferðafólk er farið að stíla ferðirnar inn á dagskrána. Stórir hópar hafa samband í hverri viku og spyrja hvað sé að gerast á Græna hattinum.“ Veitingastaðnum Friðriki V. var einnig lokað á dögunum, en eins og Græni hatturinn var hann landsþekktur. Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson býr á Akureyri og segir að Græni hatturinn hafi verið heimastaður tónleikahalds í bænum. „Það er hundleiðinlegt að horfa upp á, þegar verið er að mjaka upp ákveðnu menningarstigi, að það nái upp að vissu marki og svo sé skellt í lás. Það er alveg glatað,“ segir Pálmi ómyrkur í máli. „Það er skelfilegt helvíti ef þetta er niðurstaðan. Það eina sem maður getur vonað er að það verði fundinn annar staður til þess að byggja upp eitthvað svipað.“ Menningarhúsið Hof rís nú á Strandgötu á Akureyri, en Pálmi býst ekki við að það fylli skarðið sem Græni hatturinn skilur eftir sig. „Burtséð frá því að hér sé að rísa einhver steypuhöll sem á að kallast menningarhús,“ segir hann. „Það sem þar verður boðið upp á er ekki í nágrenni við Græna hattinn. Það er allt annar pakki.“ Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri Akureyrar, telur ekki að menningarlífið í bænum sé í útrýmingarhættu. „Þetta var hvoru tveggja fínasta starfsemi sem hefði gjarnan mátt vera áfram til staðar. Það er hins vegar ekki á okkar valdi og þá verðum við að vona að einhverjir aðrir sjái tækifæri í stöðunni og byggi upp eitthvað sambærilegt, eða eitthvað nýtt sem hefur sama aðdráttarafl.“ atlifannar@frettabladid.is Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður f60300508_palmi - klippa
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið