Lífið

Erfiðara að safna hári en massa

Jake Gyllenhaal þótti erfitt að safna hári fyrir hlutverk prinsins.
Jake Gyllenhaal þótti erfitt að safna hári fyrir hlutverk prinsins.
Leikarinn Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið í ævintýramyndinni Prince of Persia og þurfti að leggja talsvert á sig fyrir hlutverkið því auk þess að bæta á sig vöðvamassa þurfti hann að safna axlasíðu hári.

„Það tók mig sex mánuði að safna hári, það var það erfiðasta við þetta. Mér fannst erfiðara að safna hári heldur en að læra hreiminn eða að skylmast. Það var næstum erfiðara en að leika hlutverkið sjálft. Ég neyddist einnig til að nota sjampó og hárnæringu því ég fékk aukinn vöðvamassa við að skrúbba á mér hárið daglega með sjampói," sagði leikarinn viðkunnanlegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.