Innlent

Segir ríkisstjórnina hafa mætt skuldavanda heimilanna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði skuldavanda heimilanna hafa að mörgu leytinu til hafa verið til staðar fyrir hrun. Hún bendir á að 23 prósent heimila geta lent í fjárhagsvandræðum samkvæmt mati Seðlabanka Íslands þegar almenn skuldaúrræði ríkisstjórnarinnar eru tekin með í reikninginn.

Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag um skuldavanda heimilanna.

Jóhanna segir að þessi tala endurspegli ekki raunverulegar tölur þar sem sértæk úrræði eru ekki tekin með. Jóhanna sagði að það væri þó merkilegt að bera saman tölur frá janúar 2008 en þá var því spáð að 20 prósent heimilanna gætu lent í fjárhagsvandræðum. Nú sé sú tala rúmlega 2 prósentum hærri.

Hún segir því ljóst að þrátt fyrir efnahagshörmungarnar þá hafi ríkisstjórninni tekist að mæta verulegum hluta vanda heimilanna.

Þá bendir hún á að stór hluti vandas séu bílalán heimilanna. Hún minnti þá á að félagsmálaráðherra er með frumvarp í smíðum sem á að mæta þessum vanda.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði úrræðin bæði koma seint og að þau hafi reynst hægvirkari en vonast var til.

Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa neina heildstæða sýn á vandanum. Hann hvetur til þverpólitískrar sáttar um málið; nóg sé komið af skotgrafahernaði um það hver eigi bestu hugmyndirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×