Lífið

Vantar þig Flóka, Húbert Nóa eða Georg Guðna?

Sjálfsmynd eftir Alfreð Flóka verður boðin upp og kostar í kringum hundrað þúsund krónur.
Sjálfsmynd eftir Alfreð Flóka verður boðin upp og kostar í kringum hundrað þúsund krónur.

Næsta listmunauppboð verður haldið í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á mánudaginn og hefst að vanda kl. 18.15 í húsnæði Foldar við Rauðarárstíg.

Boðin verða upp nokkur verk eftir Jóhannes S. Kjarval og gamalt málverk af bátum eftir Svavar Guðnason. Auk þess verða verk eftir marga af helstu myndlistarmönnum Íslands boðin upp, þar á meðal Alfreð Flóka, Jón Stefánsson og Valtý Pétursson.

Á uppboðinu eru enn fremur verk eftir ýmsa yngri höfunda svo sem Húbert Nóa, Gunnellu, Georg Guðna og Tolla. Þá verða verk eftir Eggert Pétursson, Kristján Davíðsson, Hafstein Austmann og Tryggva Ólafsson boðin upp.

Verkin verða sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg en uppboðsskrána má skoða hér á vef Foldar, myndlist.is. - pbb

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.