Erlent

Kanada löðrungaði Hillary

Óli Tynes skrifar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag.

Hún kom til landsins í gær og í sjónvarpsviðtali þá sagðist hún vonast til að Kanada hefði áfram hersveitir í Afganistan eftir árið 2011.

Í dag tilkynnti Stephen Harper forsætisráðherra henni að svo yrði ekki.

Utanríkisráðherra Kanada bætti svo um betur og sagði í viðtali við kanadiska fjölmiðla að slíkt kæmi hreinlega ekki til greina.

Venja er að láta tigna gesti vita fyrirfram um stórar ákvarðanir í utanríkismálum. Þarna virtist Hillary hafa komið af fjöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×