Bakþankar Davíðs Þórs Jónssonar 29. júlí 2010 06:00 Davíð Þór Jónsson skrifar í Bakþanka blaðsins sem hann kallar „Norðlenska hljóðvillan I“ laugardag 24. júlí. Í fyrstu hefur hann upp til skýjanna að Íslendingar hafi staðið sig „allvel í varðveislu tungunnar“. Hann skrifar að með vitundarvakningu hafi tekist „að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða“. Þvílíkt bull! Davíð Þór þyrfti að búa í Austur-Noregi, þaðan sem flestir Norðmennirnir komu sem fluttust til Íslands fyrr á öldum. Þar tala Norðmenn nákvæmlega enn þann dag í dag sama málið og norsku innflytjendurnir til Austfjarða Íslands töluðu fyrrum. Og þar er það mál hvorki hætt né spottað, heldur talað og er þeirra upprunalega og virðulegasta tungumál sem er talað í Austur-Noregi. Þetta er sama tungumálið sem fólkið á Austfjörðum talar. Þar segir fólk nefnilega „me“ og „de“ þegar þeir sem eru ættaðir frá Austfjörðum á Íslandi segja „meg“ og „þeg“. Það eru að sjálfsögðu ótal orð önnur sem tengjast þessu tungutali í Noregi og Íslandi. Í Noregi er þetta tungumál heilu byggðarlaganna og því verður ekki útrýmt með spotti og háði. Ég var kennari í Austur-Noregi í 10 ár og skildi af hverju konan í Reykjavík, sem bjó í næsta húsi við mig, sagði meg og þeg og fleiri austfirsk orð, sem mér fannst svo falleg og vissi strax að var upprunalegt tungumál. Þetta var auðheyrilega málið sem þessi vinkona mín hafði talað alla ævi. Hún er nefnilega ættuð frá Eskifirði á Austfjörðum þar sem fólkið talar austfirskuna sína í friði fyrir Davíð Þór. Á Austfjörðum bjuggu flestir Íslendingar frá fyrstu tíð og þetta voru auðvitað allt verkafólk, mikið sjómenn og unnu allt það sem tengdist fiskveiðum. Þar voru að sjálfsögðu bændur líka og fleiri stéttir fólks. Á suðurhorni Íslands, sem tengdist skipakomum og verslun, var fljótt töluð íslenska blönduð dönskum og enskum slettum og meiri latmælska en tíðkaðist á landsbyggðinni. Þarna sem verslunin tíðkaðist mest af öllu var, eins og tíðkast mikið enn þann dag í dag, litið niður á fiskverkunarfólk sem oft lyktar af fiski. Það hefur löngun verið litið niður á verkafólk í Reykjavík, sérstaklega ef það talar ekki dönsku- og enskuskotna reykvísku. Austfirskan mun aldrei mást úr íslenskri tungu, hún er upprunalegt mál fólksins sem byggði firðina á Austurlandi og ég held það sé mál til komið að setja ofan í við hálærða guðfræðinga eins og Davíð Þór Jónsson sem finnst best að spotta og hæða fólk. Þá ætlar Davíð Þór að „útrýma með sama hætti hinni hvimleiðiu norðlensku hljóðvillu,“ sem hann meðal annars skrifar að „einkennist af meiri fábreytni málhljóða en íslensku er sæmandi“. Hvernig orðin „stúlka“, „lampi“ og „menntun“ er sögð fyrir norðan er fallegri og festulegri framburður en tíðkast í sunnlenskunni. Ég átti því láni að fagna að dvelja með börnum mínum á unga aldri á sumrin á sveitabæ í Eyjafirði og þar var töluð falleg norðlenska með sínum fagra hljómburði. Einnig talaði fólkið hægar og gaf sér meiri tíma í að tala fyrir bragðið. Ég minnist þess alltaf þegar við komum suður til Reykjavíkur hve það var hræðilegt að heyra ungmennin tala saman oft hratt og því óskýrt og því erfitt að skilja þau. Við áttum svo góðu að venjast eftir að tala alla daga við eyfirskt bændafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Davíð Þór Jónsson skrifar í Bakþanka blaðsins sem hann kallar „Norðlenska hljóðvillan I“ laugardag 24. júlí. Í fyrstu hefur hann upp til skýjanna að Íslendingar hafi staðið sig „allvel í varðveislu tungunnar“. Hann skrifar að með vitundarvakningu hafi tekist „að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða“. Þvílíkt bull! Davíð Þór þyrfti að búa í Austur-Noregi, þaðan sem flestir Norðmennirnir komu sem fluttust til Íslands fyrr á öldum. Þar tala Norðmenn nákvæmlega enn þann dag í dag sama málið og norsku innflytjendurnir til Austfjarða Íslands töluðu fyrrum. Og þar er það mál hvorki hætt né spottað, heldur talað og er þeirra upprunalega og virðulegasta tungumál sem er talað í Austur-Noregi. Þetta er sama tungumálið sem fólkið á Austfjörðum talar. Þar segir fólk nefnilega „me“ og „de“ þegar þeir sem eru ættaðir frá Austfjörðum á Íslandi segja „meg“ og „þeg“. Það eru að sjálfsögðu ótal orð önnur sem tengjast þessu tungutali í Noregi og Íslandi. Í Noregi er þetta tungumál heilu byggðarlaganna og því verður ekki útrýmt með spotti og háði. Ég var kennari í Austur-Noregi í 10 ár og skildi af hverju konan í Reykjavík, sem bjó í næsta húsi við mig, sagði meg og þeg og fleiri austfirsk orð, sem mér fannst svo falleg og vissi strax að var upprunalegt tungumál. Þetta var auðheyrilega málið sem þessi vinkona mín hafði talað alla ævi. Hún er nefnilega ættuð frá Eskifirði á Austfjörðum þar sem fólkið talar austfirskuna sína í friði fyrir Davíð Þór. Á Austfjörðum bjuggu flestir Íslendingar frá fyrstu tíð og þetta voru auðvitað allt verkafólk, mikið sjómenn og unnu allt það sem tengdist fiskveiðum. Þar voru að sjálfsögðu bændur líka og fleiri stéttir fólks. Á suðurhorni Íslands, sem tengdist skipakomum og verslun, var fljótt töluð íslenska blönduð dönskum og enskum slettum og meiri latmælska en tíðkaðist á landsbyggðinni. Þarna sem verslunin tíðkaðist mest af öllu var, eins og tíðkast mikið enn þann dag í dag, litið niður á fiskverkunarfólk sem oft lyktar af fiski. Það hefur löngun verið litið niður á verkafólk í Reykjavík, sérstaklega ef það talar ekki dönsku- og enskuskotna reykvísku. Austfirskan mun aldrei mást úr íslenskri tungu, hún er upprunalegt mál fólksins sem byggði firðina á Austurlandi og ég held það sé mál til komið að setja ofan í við hálærða guðfræðinga eins og Davíð Þór Jónsson sem finnst best að spotta og hæða fólk. Þá ætlar Davíð Þór að „útrýma með sama hætti hinni hvimleiðiu norðlensku hljóðvillu,“ sem hann meðal annars skrifar að „einkennist af meiri fábreytni málhljóða en íslensku er sæmandi“. Hvernig orðin „stúlka“, „lampi“ og „menntun“ er sögð fyrir norðan er fallegri og festulegri framburður en tíðkast í sunnlenskunni. Ég átti því láni að fagna að dvelja með börnum mínum á unga aldri á sumrin á sveitabæ í Eyjafirði og þar var töluð falleg norðlenska með sínum fagra hljómburði. Einnig talaði fólkið hægar og gaf sér meiri tíma í að tala fyrir bragðið. Ég minnist þess alltaf þegar við komum suður til Reykjavíkur hve það var hræðilegt að heyra ungmennin tala saman oft hratt og því óskýrt og því erfitt að skilja þau. Við áttum svo góðu að venjast eftir að tala alla daga við eyfirskt bændafólk.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar