Nýir möguleikar með Landeyjahöfn Kristján L. Möller skrifar 20. júlí 2010 06:00 Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar