Lífið

Kynþokkafyllri eftir að hún varð mamma

Adriana Lima. MYND/Cover Media
Adriana Lima. MYND/Cover Media

Ofurfyrirsætan Adriana Lima, 29 ára, segir að eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn er hún kynþokkafyllri og öruggari með sig.

Adriana, sem hefur verið andlit undirfataframleiðandans Victoria's Secret undanfarin tíu ár, fæddi Valentinu Lima Jarić í nóvember í fyrra ,en faðir stúlkunnar er eiginmaður Adriönu, serbneski körfuboltaspilarinn Marko Jarić.

„Að verða mamma er það besta sem hefur komið fyrir mig og það sama á við um ferilinn. Mér finnst ég vera kynþokkafyllri og svo er ég miklu öruggari með sjálfa mig heldur en ég var," sagði Adriana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.