Lífið

Erfitt að verða ólétt

Khloe Kardashian og Lamar Odom. MYND/BANG Showbiz
Khloe Kardashian og Lamar Odom. MYND/BANG Showbiz

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Khloe Kardashian, 26 ára, segist leggja sig fram við að verða ólétt en viðurkennir þó að það er erfiðara en hún hélt.

Khloe og eiginmaður hennar, körfuboltastjarnan Lamar Odom, 30 ára, hafa reynt undanfarið ár að eignast barn en ekkert gengið til þessa.

Nú er ár síðan Khole giftist Lamar og að hennar sögn er hún orðin dauðþreytt á að bíða eftir að hún verði ólétt.

„Við höfum verið að reyna að eignast barn allt síðasta ár. Þetta er mun erfiðara en ég hélt. En það er ótrúlega gaman að reyna að búa til börn," sagði Khloe sem hefur ákveðið að leita ráða hjá fagfólki.

Stjörnumerkjapælingar, spár og spjall á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.