Fjórðungur ferða er til Þorlákshafnar 14. desember 2010 06:00 Herjólfur hefur þurft að sigla oftar en hundrað sinnum til Þorlákshafnar síðan Landeyjahöfn opnaði. fréttablaðið/óskar P. friðriksson Herjólfur hefur siglt til og frá Þorlákshöfn í um 25 prósent skipta síðan Landeyjahöfn var tekin í notkun þann 21. júlí. Fargjald fyrir einn fullorðinn á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar kostar þúsund krónur, en til og frá Þorlákshöfn er fargjaldið 2.660 krónur. Guðmundur Pedersen, rekstrarstjóri Herjólfs, segir fargjöld farþega taka mið af því hvert er siglt hverju sinni. Gamla gjaldskráin á Þorlákshöfn gildi þegar siglt er þangað. „Ef búið er að ganga frá greiðslunni verður því ekki breytt, sé bókað sama dag og er siglt,“ segir Guðmundur. „Fargjaldinu er þó breytt ef bókað er far fram í tímann og siglingaáætlun breytist á því tímabili.“ Einungis er hægt að bóka far til og frá Landeyjahöfn á heimasíðu Herjófs og þar kostar almennt fargjald þúsund krónur. Þær upplýsingar fengust hjá bókunarskrifstofu að fargjöld einstaklinga séu ekki hækkkuð nema til komi sérstök fyrirmæli frá Eimskipum, rekstraraðila Herjólfs, um breytingar á siglingaráætlunum og þar með fargjöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun var Landeyjahöfn opin í gær, en Herjólfur sigldi engu að síður frá Þorlákshöfn. „Ef skipstjóri telur að of mikil áhætta sé að sigla til Landeyjahafnar, þá er hún lokuð hvað Herjólf varðar,“ segir Guðmundur. „Það eru þrír þættir sem geta valdið því að skipstjóri telji höfnina ófæra, það er of mikill vindur, ekki nægjanlegt dýpi og of mikil ölduhæð.“ Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi, segir að ekki hafi verið óhætt að sigla inn í höfnina sökum öldugangs og straums. „Ég hefði nú ekki kallað hana opna,“ segir Ívar. „Það er einungis Herjólfur sem siglir um höfnina, svo ég veit ekki alveg fyrir hverja hún væri opin ef við sigldum ekki um hana.“ Framkvæmdir við Landeyjahöfn hófust um haustið 2008 og hafa kostað rúma 4 milljarða króna. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar eftir opnun er ekki ljós, en heildarkostnaður er enn undir upphaflegri kostnaðaráætlun. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Herjólfur hefur siglt til og frá Þorlákshöfn í um 25 prósent skipta síðan Landeyjahöfn var tekin í notkun þann 21. júlí. Fargjald fyrir einn fullorðinn á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar kostar þúsund krónur, en til og frá Þorlákshöfn er fargjaldið 2.660 krónur. Guðmundur Pedersen, rekstrarstjóri Herjólfs, segir fargjöld farþega taka mið af því hvert er siglt hverju sinni. Gamla gjaldskráin á Þorlákshöfn gildi þegar siglt er þangað. „Ef búið er að ganga frá greiðslunni verður því ekki breytt, sé bókað sama dag og er siglt,“ segir Guðmundur. „Fargjaldinu er þó breytt ef bókað er far fram í tímann og siglingaáætlun breytist á því tímabili.“ Einungis er hægt að bóka far til og frá Landeyjahöfn á heimasíðu Herjófs og þar kostar almennt fargjald þúsund krónur. Þær upplýsingar fengust hjá bókunarskrifstofu að fargjöld einstaklinga séu ekki hækkkuð nema til komi sérstök fyrirmæli frá Eimskipum, rekstraraðila Herjólfs, um breytingar á siglingaráætlunum og þar með fargjöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun var Landeyjahöfn opin í gær, en Herjólfur sigldi engu að síður frá Þorlákshöfn. „Ef skipstjóri telur að of mikil áhætta sé að sigla til Landeyjahafnar, þá er hún lokuð hvað Herjólf varðar,“ segir Guðmundur. „Það eru þrír þættir sem geta valdið því að skipstjóri telji höfnina ófæra, það er of mikill vindur, ekki nægjanlegt dýpi og of mikil ölduhæð.“ Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi, segir að ekki hafi verið óhætt að sigla inn í höfnina sökum öldugangs og straums. „Ég hefði nú ekki kallað hana opna,“ segir Ívar. „Það er einungis Herjólfur sem siglir um höfnina, svo ég veit ekki alveg fyrir hverja hún væri opin ef við sigldum ekki um hana.“ Framkvæmdir við Landeyjahöfn hófust um haustið 2008 og hafa kostað rúma 4 milljarða króna. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar eftir opnun er ekki ljós, en heildarkostnaður er enn undir upphaflegri kostnaðaráætlun. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira