Lífið

Rífa sig úr fötunum í nýju myndbandi FM Belfast

Fólkið í myndbandinu dansar eins og það eigi lífið að leysa og rífur af sér fötin þar til nærfötin ein eru eftir.
Fólkið í myndbandinu dansar eins og það eigi lífið að leysa og rífur af sér fötin þar til nærfötin ein eru eftir.

Hljómsveitin FM Belfast er á fullri ferð í Evróputúr sínum þessa dagana. Hún spilar í London í kvöld og eins og sjá má á Facebook-síðu hennar slær hún í gegn hvert sem hún fer.

Í vikunni var frumsýnt nýtt myndband við eitt vinsælasta lag FM Belfast, Underwear. Hljómsveitin hafði reyndar áður gert myndband við lagið en það var afar einfalt og átti lagið alltaf betra myndband skilið.

Mikil vinna er lögð í nýja myndbandið en það eru félagar sem kalla sig DANIELS sem leikstýra því. Þeir heita Daniel Scheinert og Dan Kwan og segjast hafa gert myndbandið fyrir engan pening og reynt eftir fremsta megni að skemmta áhorfendum.

Myndbandið var fyrst frumsýnt á vefnum Stereogum, einum þeim virtasta í tónlistarbransanum. Þar er það sagt skemmtilegt og fallegt en samt stórskrýtið. Í myndbandinu dansar fólk eins og það eigi lífið að leysa og rífur sig að lokum úr fötunum þar til nærfötin ein eru eftir.

Nýja myndbandið við Underwear með FM Belfast má sjá hér á Vimeo.com.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.