Skoðun

Tynes og Gillz

Óli Tynes skrifar
Í grein í Fréttablaðinu 11. nóvember sl. mótmælti ég því að Gillzenegger væri bannað að skreyta Símaskrána. Ég sagði þar að virtir rithöfundar hefðu hafið herferð gegn því; þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Hallgrímur Helgason. Þetta er rangt. Ég tók þetta hrátt og gagnrýnislaust úr pistli í Fréttablaðinu. Án þess að kanna sannleiksgildið. Og án þess að vita að þetta hafði verið leiðrétt í blaðinu.

Skömm mín er enn meiri þar sem ég vann með Kristínu Helgu í mörg ár á fréttastofu Stöðvar 2. Ég hefði í raun ekki þurft að hugsa í meira en hálfa sekúndu til að vita að svona myndi hún einfaldlega ekki gera. Ég hef í engu breytt þeirri skoðun minni að Gillz eigi rétt á að vinna. Þau Kristínu Helgu og Hallgrím Helgason bið ég hins vegar innilega fyrirgefningar.




Skoðun

Sjá meira


×