Skoðun

Hlutverk og staða forseta

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Síðusta áratuginn hefur forsetaembættið þurft að standa af sér erfiða gagnrýni, réttmæta gagnrýni. Ber þá hæst að nefna þegar forseti beitti neytunarvaldi á fjölmiðlalögin og þegar setja Icesave lögin voru send í þjóðaratkvæði. Ólíkar skoðanir fólks á embættinu enduspeglast í túlkun og íhlutun sitjandi forseta á stjórnarskránni. Sú hefð hafði skapast með fyrirrennunum sitjandi forseta, að hafa sem minnst inngrip inn í starf Alþingis og framkvæmdarvaldsins. Forseti átti ekki að láta sér pólitísk mál varða heldur átti að útklá þau innan veggja Alþingis og stjórnarráðsins. Staða forsetans í stjórnarskránni er einmitt að veita framkvæmdavaldi og Alþingi vist aðhald því skv. 2. málsgrein stjórnarskrárinnar fer Alþingi og forseti með löggjafarvaldið og forseti og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Forseti lætur síðan ráðherra framkvæma vald sitt. Þetta aðhald er mikilvægt lýðræðinu, þá sér í lagi þegar erfið mál koma upp og þjóðinn vill kjósa um þau eins og raunin varð í tvígang á síðasta áratug.

Ég tel mikilvægt að við höldum í forsetaembættið vegna þess aðhalds sem því er ætlað í stjórnarskránni gagnvart Alþingi og framkvæmdarvaldi. Hinsvegar þyrfti að skilgreina stöðu og hlutverk forseta í stjórnarskrá og skerpa á leikreglum hans. Mér finnst að forseti ætti að hafa formlegt frumkvæði að stjórnarviðræðum, forseta ætti að vera heimilt að kalla til utanþingsstjórn ef flokkar ná ekki saman í stjórnarviðræðum, forseti þarf að geta sent lagaákvaæði í þjóðaratkvæðagreiðslu ef viss hluti landsmanna krefst þess með formlegum hætti. Mér finnst að takmarka ætti setu forseta við tvö kjörtímabil eða átta ár og afnema þyrfti möguleika forseta að geta veitt mönnum uppreist æru.

Mér finnst mikilvægt að landsmenn horfi á heildarmyndina þegar þeir ákveða hvernig þeir vilja hafa forsetaembættið. Lýðræðislega séð tel ég mikilvægt að forseti hafi úrræði til að setja málefni í þjóðaratkvæðagreiðslu og brúa þar með bilið ef gjá myndast milli þings og þjóðar.

Undurrituð er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og býður sig fram til setu á stjórnlagaþingi í kosningunum sem munu fara fram 27. nóvember. Pistilinn er birtist líka á heimasíðu http://sarabjorgsigurdardottir.blogspot.com/ þar sem öll umræða er vel þegin.






Skoðun

Sjá meira


×