Toy Story 3: fimm stjörnur 25. júní 2010 00:01 Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina. Allt er gott sem endar velBíó ***** Toy Story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty Líf kvikmyndagagnrýnenda og bíógesta almennt yrði miklum mun skemmtilegra ef jafn mikill metnaður væri alla jafna lagður í handrit og söguþráð leikinna kvikmynda og snillingarnir hjá Pixar gera í tölvuteiknimyndum sínum.Að ólöstuðum öllum þeim ágætis myndum sem Pixar hefur gert þá eru Toy Story-myndirnar það allra besta sem komið hefur úr þeirri smiðju og þessi nýjasta hefur allt til að bera sem góð bíómynd þarf. Hún er spennandi, fyndin, pínu sorgleg en fyrst og fremst alveg ógeðslega sætur óður til æskunnar og mikilvægi þess að kunna að leika sér. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að boðskapur þríleiksins alls er að sá sem á góðan vin er aldrei einn og að þegar vinir standa saman eru þeim allir vegir færir.Þegar hér er komið við sögu hafa þeir Viddi og Bósi í ljósár legið ónotaðir í kistli ásamt öllum hinum leikföngunum hans Andys. Drengurinn er orðinn 17 ára og hefur um annað að hugsa en gamla dótið sitt þótt hann hafi enn ekki getað fengið sig til þess að skilja alveg við gömlu leikföngin. Þegar hann fer í heimavistarskóla er ætlunin að geyma leikföngin uppi á háalofti en fyrir röð mistaka enda þau á yngstu deildinni á leikskóla og eins og gefur að skilja bíður þeirra þar vítisvist innan um snarofvirk ungabörn.Þeir sem þekkja dótið hans Andys geta auðvitað sagt sér það sjálfir að Viddi og félagar láta ekki bjóða sér svona vitleysu og þau eru fljót að skipuleggja mikinn flótta. Illu heilli ræður bitur og illgjarn bangsi ríkjum á leikskólanum og hann og kónar hans vilja fyrir alla muni halda vinum okkar í prísundinni. Þessir gaurar eru alveg hreint fyrirmyndarskúrkar og bjóða upp á heilmikið fjör með nettu hryllingsívafi þegar leikfangafylkingunum lýstur saman.Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina og hersinguna áfram og geimgæinn nær að skyggja á kúrekann þegar hann missir vitið tímabundið og verður aftur bjáninn sem hann var í byrjun fyrstu myndarinnar. Annars eru senuþjófar þessarar myndar þau Ken og Barbie sem fella saman hugi eftir að þau átta sig á að þau voru „gerð fyrir hvort annað". Michael Keaton fer á kostum þegar hann talar fyrir Ken og þetta rómaða par á alla bestu brandarana í myndinni.Leikararnir sem ljá persónum raddir sínar eru hver öðrum betri. Tom Hanks og Tim Allen eru traustir í aðalhlutverkunum og meistararnir Don Rickles (Herra Kartöfluhaus), Wallace Shawn (risaeðlan Rex) og John Ratzenberger (sparigrísinn) eru svo dásamlegir að maður gæti hlustað á þá sólarhringum saman.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra. Tengdar fréttir Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Allt er gott sem endar velBíó ***** Toy Story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty Líf kvikmyndagagnrýnenda og bíógesta almennt yrði miklum mun skemmtilegra ef jafn mikill metnaður væri alla jafna lagður í handrit og söguþráð leikinna kvikmynda og snillingarnir hjá Pixar gera í tölvuteiknimyndum sínum.Að ólöstuðum öllum þeim ágætis myndum sem Pixar hefur gert þá eru Toy Story-myndirnar það allra besta sem komið hefur úr þeirri smiðju og þessi nýjasta hefur allt til að bera sem góð bíómynd þarf. Hún er spennandi, fyndin, pínu sorgleg en fyrst og fremst alveg ógeðslega sætur óður til æskunnar og mikilvægi þess að kunna að leika sér. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að boðskapur þríleiksins alls er að sá sem á góðan vin er aldrei einn og að þegar vinir standa saman eru þeim allir vegir færir.Þegar hér er komið við sögu hafa þeir Viddi og Bósi í ljósár legið ónotaðir í kistli ásamt öllum hinum leikföngunum hans Andys. Drengurinn er orðinn 17 ára og hefur um annað að hugsa en gamla dótið sitt þótt hann hafi enn ekki getað fengið sig til þess að skilja alveg við gömlu leikföngin. Þegar hann fer í heimavistarskóla er ætlunin að geyma leikföngin uppi á háalofti en fyrir röð mistaka enda þau á yngstu deildinni á leikskóla og eins og gefur að skilja bíður þeirra þar vítisvist innan um snarofvirk ungabörn.Þeir sem þekkja dótið hans Andys geta auðvitað sagt sér það sjálfir að Viddi og félagar láta ekki bjóða sér svona vitleysu og þau eru fljót að skipuleggja mikinn flótta. Illu heilli ræður bitur og illgjarn bangsi ríkjum á leikskólanum og hann og kónar hans vilja fyrir alla muni halda vinum okkar í prísundinni. Þessir gaurar eru alveg hreint fyrirmyndarskúrkar og bjóða upp á heilmikið fjör með nettu hryllingsívafi þegar leikfangafylkingunum lýstur saman.Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina og hersinguna áfram og geimgæinn nær að skyggja á kúrekann þegar hann missir vitið tímabundið og verður aftur bjáninn sem hann var í byrjun fyrstu myndarinnar. Annars eru senuþjófar þessarar myndar þau Ken og Barbie sem fella saman hugi eftir að þau átta sig á að þau voru „gerð fyrir hvort annað". Michael Keaton fer á kostum þegar hann talar fyrir Ken og þetta rómaða par á alla bestu brandarana í myndinni.Leikararnir sem ljá persónum raddir sínar eru hver öðrum betri. Tom Hanks og Tim Allen eru traustir í aðalhlutverkunum og meistararnir Don Rickles (Herra Kartöfluhaus), Wallace Shawn (risaeðlan Rex) og John Ratzenberger (sparigrísinn) eru svo dásamlegir að maður gæti hlustað á þá sólarhringum saman.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra.
Tengdar fréttir Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“