Helgi Áss Grétarsson: Fiskveiðistefna Íslands og ESB Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Saga íslenskrar fiskveiðistjórnar sýnir hversu erfitt það er og flókið að koma á fót skilvirku og þjóðhagslega hagkvæmu fiskveiðistjórnkerfi sem um leiðir samrýmist hugmyndum manna um réttlæti. Þegar rætt er um réttlæti er mikilvægt að hlutirnir séu settir fram í samhengi, m.a. hverjar séu afleiðingar þess að hafa fiskveiðistjórnkerfi A fremur en B? Einnig þarf ávallt að hafa heildarmyndina í huga því þótt eitt grundvallaratriði í fiskveiðistjórnkerfi geti sýnst óréttlát, svo sem framsal veiðiheimilda, þá getur það verið nauðsynlegt til að kerfið í heild gangi upp. Illu heilli, að mínu mati, hefur þessa heildarmynd oft skort þegar menn hafa rætt um íslenska fiskveiðistjórn og meint óréttlæti hennar. Jafnframt hefur að mínu mati skort á að íslensk fiskveiðistjórn sé borin saman við sambærileg stjórnkerfi annars staðar, svo sem fiskveiðistjórn ESB. Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970. Um það leyti sem aðildarviðræður hófust var sú grundvallarregla sett að aðildarríki skyldu hafa jafnan aðgang að fiskveiðilögsögu hvers annars en með því vildu stofnríkin styrkja samningsstöðu sína og tryggja að þau fengju aðgang að fiskimiðum væntanlegra aðildarríkja, þ.e. Bretlands, Danmerkur, Írlands og Noregs (Sjá m.a. bók Mark Wise frá árinu 1984 um sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB). Við sama tækifæri var mótuð sameiginleg styrkjastefna sem í 40 ár hefur aukið líkur á rányrkju, offjárfestingu og millifærslu fjármuna úr vasa skattborgara til einstakra aðila innan evrópsks sjávarútvegs. Það hefur aldrei verið rökbundin nauðsyn að ESB hafi svo mikið vald við að stjórna fiskveiðum í atvinnuskyni. Sú réttarstaða varð að veruleika vegna hagsmunamats stjórnmálamanna á sínum tíma en kom bræðrabandalagshugsjónum um sameiginlega fiskstofna lítt við. Sú skýring að sterkt miðstjórnarvald þurfi að vera á þessu sviði er að mínu mati eingöngu eftiráskýring. Þessi meginstefna hefur svo gilt þegar aðildarviðræður hafa verið teknar upp við önnur fiskveiðiríki, þ.e. valdið til að setja lög um verndun fiskveiðiauðlindarinnar er í höndum ESB en ekki í höndum einstakra aðildarríkja. Við það verður nýtt umsóknarríki að una, rétt eins og Bretland, Danmörk, Írland og Noregur (Norðmenn felldu aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu) þurftu að gera forðum daga. Ákvarðanataka innan ESB á sviði fiskveiðimála sem og kerfið til að framfylgja fiskveiðilöggjöfinni er með þeim hætti að engin ber í reynd ábyrgð á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar (sjá t.d. skýrslu endurskoðenda ESB nr. 7/2007). Ekki hefur verið samstaða um að koma á fót samræmdu aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum, en kvótakerfi án framsals er kerfi sem venjulega er dæmt til að mistakast vegna ósveigjanleika. Árangurinn af hinu sameiginlega kvótakerfi ESB frá árinu 1983 dæmir sig að mestu leyti sjálfur: 88% fiskstofna ESB eru taldir ofveiddir og um 30% nytjastofna eru taldir í svo slæmu ásigkomulagi að óvíst sé að hægt sé að byggja þá nokkurn tíma upp. Skattborgarar í mörgum aðildarríkjunum greiða háa styrki til atvinnugreinarinnar og þekkist það jafnvel í sumum aðildarríkjum að árlegur eftirlitskostnaður sé hærri en aflaverðmætið! Taprekstur er regla fremur en undantekning í sjávarútvegi aðildarríkja ESB. Þrátt fyrir ýmsa ágalla íslenska fiskveiðistjórnkerfisins virðist það hafa yfirburði í samanburði við sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. Hvernig væri að ræða um réttlæti íslenska kerfisins og óréttlæti þess á slíkum grundvelli eða einhverjum öðrum vitibornum forsendum, svo sem á grundvelli staðreynda um sögulega þróun þess eða t.d. með því að bera það saman við færeyska sóknardagakerfið við stjórn botnfiskveiða? Er það til of mikils mælst? Eða eigum við, í þessu örsamfélagi, kannski frekar að halda áfram að rökræða þetta mikilvæga málefni á grundvelli slagorða og staðalímynda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Saga íslenskrar fiskveiðistjórnar sýnir hversu erfitt það er og flókið að koma á fót skilvirku og þjóðhagslega hagkvæmu fiskveiðistjórnkerfi sem um leiðir samrýmist hugmyndum manna um réttlæti. Þegar rætt er um réttlæti er mikilvægt að hlutirnir séu settir fram í samhengi, m.a. hverjar séu afleiðingar þess að hafa fiskveiðistjórnkerfi A fremur en B? Einnig þarf ávallt að hafa heildarmyndina í huga því þótt eitt grundvallaratriði í fiskveiðistjórnkerfi geti sýnst óréttlát, svo sem framsal veiðiheimilda, þá getur það verið nauðsynlegt til að kerfið í heild gangi upp. Illu heilli, að mínu mati, hefur þessa heildarmynd oft skort þegar menn hafa rætt um íslenska fiskveiðistjórn og meint óréttlæti hennar. Jafnframt hefur að mínu mati skort á að íslensk fiskveiðistjórn sé borin saman við sambærileg stjórnkerfi annars staðar, svo sem fiskveiðistjórn ESB. Ólíkt því sem margir halda fram (sjá m.a. grein Úlfars Haukssonar í Fréttablaðinu 31. mars sl.), þá á sameiginleg fiskveiðistefna ESB ekki rætur sínar að rekja til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum. Upphaf hennar má rekja til hagsmuna þeirra sex ríkja sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu þegar ljóst var að fjögur fiskveiðiríki sóttu um aðild að bandalaginu árið 1970. Um það leyti sem aðildarviðræður hófust var sú grundvallarregla sett að aðildarríki skyldu hafa jafnan aðgang að fiskveiðilögsögu hvers annars en með því vildu stofnríkin styrkja samningsstöðu sína og tryggja að þau fengju aðgang að fiskimiðum væntanlegra aðildarríkja, þ.e. Bretlands, Danmerkur, Írlands og Noregs (Sjá m.a. bók Mark Wise frá árinu 1984 um sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB). Við sama tækifæri var mótuð sameiginleg styrkjastefna sem í 40 ár hefur aukið líkur á rányrkju, offjárfestingu og millifærslu fjármuna úr vasa skattborgara til einstakra aðila innan evrópsks sjávarútvegs. Það hefur aldrei verið rökbundin nauðsyn að ESB hafi svo mikið vald við að stjórna fiskveiðum í atvinnuskyni. Sú réttarstaða varð að veruleika vegna hagsmunamats stjórnmálamanna á sínum tíma en kom bræðrabandalagshugsjónum um sameiginlega fiskstofna lítt við. Sú skýring að sterkt miðstjórnarvald þurfi að vera á þessu sviði er að mínu mati eingöngu eftiráskýring. Þessi meginstefna hefur svo gilt þegar aðildarviðræður hafa verið teknar upp við önnur fiskveiðiríki, þ.e. valdið til að setja lög um verndun fiskveiðiauðlindarinnar er í höndum ESB en ekki í höndum einstakra aðildarríkja. Við það verður nýtt umsóknarríki að una, rétt eins og Bretland, Danmörk, Írland og Noregur (Norðmenn felldu aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu) þurftu að gera forðum daga. Ákvarðanataka innan ESB á sviði fiskveiðimála sem og kerfið til að framfylgja fiskveiðilöggjöfinni er með þeim hætti að engin ber í reynd ábyrgð á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar (sjá t.d. skýrslu endurskoðenda ESB nr. 7/2007). Ekki hefur verið samstaða um að koma á fót samræmdu aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum, en kvótakerfi án framsals er kerfi sem venjulega er dæmt til að mistakast vegna ósveigjanleika. Árangurinn af hinu sameiginlega kvótakerfi ESB frá árinu 1983 dæmir sig að mestu leyti sjálfur: 88% fiskstofna ESB eru taldir ofveiddir og um 30% nytjastofna eru taldir í svo slæmu ásigkomulagi að óvíst sé að hægt sé að byggja þá nokkurn tíma upp. Skattborgarar í mörgum aðildarríkjunum greiða háa styrki til atvinnugreinarinnar og þekkist það jafnvel í sumum aðildarríkjum að árlegur eftirlitskostnaður sé hærri en aflaverðmætið! Taprekstur er regla fremur en undantekning í sjávarútvegi aðildarríkja ESB. Þrátt fyrir ýmsa ágalla íslenska fiskveiðistjórnkerfisins virðist það hafa yfirburði í samanburði við sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. Hvernig væri að ræða um réttlæti íslenska kerfisins og óréttlæti þess á slíkum grundvelli eða einhverjum öðrum vitibornum forsendum, svo sem á grundvelli staðreynda um sögulega þróun þess eða t.d. með því að bera það saman við færeyska sóknardagakerfið við stjórn botnfiskveiða? Er það til of mikils mælst? Eða eigum við, í þessu örsamfélagi, kannski frekar að halda áfram að rökræða þetta mikilvæga málefni á grundvelli slagorða og staðalímynda?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun