Erlent

Blóðug átök í Bangkok

Frá höfuðborginni í gær.
Frá höfuðborginni í gær. Mynd/AP

Að minnsta kosti ellefu féllu og yfir 500 særðust í hörðum átökum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í gær.

Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu.

Fyrr í vikunni lýsti forsætisráðherrann Abhisit Vejjajiva yfir neyðarástandi í höfuðborginni. Átökin í gær voru þau blóðugustu til þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×