Umfjöllun: Ísland vann stórsigur á Portúgal Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2010 21:39 Guðjón Valur fór mikinn í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Ísland vann öruggan sigur á Portúgal, 37-27, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Austurríki. Leikur íslenska liðsins var mjög kaflaskiptur og það var ekki fyrr en á síðustu 20 mínútum leiksins að liðið sýndi almennilega hvað í því býr og keyrði yfir gestina frá Portúgal. Fram að því íslenska liðið á köflum í stökustu vandræðum með ágætt lið Portúgals. Það var greinilegt að hinn sænski Mats Olsson hefur komið góðu skipulagi á leik portúgalska liðsins. Ísland fékk þó ítrekað tækifæri til að keyra andstæðinginn í kaf en fór á köflum afar illa með færin sín, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var oft ágætur en þó gerðist það allt of oft að gestirnir galopnuðu íslensku vörnina með lúmskum línusendingum. Það var einnig áhyggjuefni hvað markvarslan var slök framan af. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði inn á en var skipt af velli um miðjan fyrri hálfleik þegar hann hafði aðeins varið þrjú skot. Hreiðar Levý Guðmundsson leysti hann af hólmi og það var ekki fyrr en á síðasta korterinu að hann sýndi hvað í honum býr. Þá skellti hann í lás og varði oft glæsilega. En rétt eins og í Þýskalandi þá sigldi íslenska liðið fram úr á lokakafla leiksins. Strákarnir virðast hrifnir af því að geyma það besta fram á síðustu stundu og þeir sýndu í kvöld að þegar þeir eru upp á sitt besta fær þá fátt stöðvað. Guðjón Valur Sigurðsson bar af í sóknarleik íslenska liðsins og var einn af fáum sem nýttu færin sín ágætlega. Snorri Steinn átti ágæta innkomu inn á milli og sérstaklega gaman var að sjá hvað hinir reynsluminni nýttu mínúturnar sem þeir fengu undir lok leiksins vel. Ísland - Portúgal 37-27 (17-15) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (12), Snorri Steinn Guðjónsson 7/4 (9/5), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (8), Sturla Ásgeirsson 3 (3), Ólafur Stefánsson 3 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4), Logi Geirsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Vignir Svavarsson 1 (3), Rúnar Kárason 1 (3), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 9 (25/1, 36%), Björgvin Páll Gústavsson 3 (14, 21%).Hraðaupphlaup: 12 (Róbert 3, Guðjón Valur 2, Sturla 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Snorri Steinn 1, Ólafur 1, Alexander 1).Fiskuð víti: 5 (Vignir 2, Aron 1, Sturla 1, Róbert 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Portúgals (skot): Dario Andrade 6/1 (7/1), Jose Costa 5 (6), Carlos Carneiro 5 (7), Tiago Rocha 4 (5), Pedro Solha 4 (7), David Tavares 1 (3), Nuno Pereira 1 (3), Fabio Magalhaes 1 (4), Bosko Bjelanovic (1), Luis Bogas (1), Inacio Carmo (2), Jorge Sousa (2), Claudio Pedroso (3).Varin skot: Hugo Figueira 13 (38/2, 34%), Hugo Laurentino 6/1 (18/3, 33%).Hraðaupphlaup: 13 (Solha 4, Andrade 4, Carneiro 3, Costa 2).Fiskuð víti: 1 (Bjelanovic 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir og oftast mjög sanngjarnir. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Portúgal, 37-27, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Austurríki. Leikur íslenska liðsins var mjög kaflaskiptur og það var ekki fyrr en á síðustu 20 mínútum leiksins að liðið sýndi almennilega hvað í því býr og keyrði yfir gestina frá Portúgal. Fram að því íslenska liðið á köflum í stökustu vandræðum með ágætt lið Portúgals. Það var greinilegt að hinn sænski Mats Olsson hefur komið góðu skipulagi á leik portúgalska liðsins. Ísland fékk þó ítrekað tækifæri til að keyra andstæðinginn í kaf en fór á köflum afar illa með færin sín, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var oft ágætur en þó gerðist það allt of oft að gestirnir galopnuðu íslensku vörnina með lúmskum línusendingum. Það var einnig áhyggjuefni hvað markvarslan var slök framan af. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði inn á en var skipt af velli um miðjan fyrri hálfleik þegar hann hafði aðeins varið þrjú skot. Hreiðar Levý Guðmundsson leysti hann af hólmi og það var ekki fyrr en á síðasta korterinu að hann sýndi hvað í honum býr. Þá skellti hann í lás og varði oft glæsilega. En rétt eins og í Þýskalandi þá sigldi íslenska liðið fram úr á lokakafla leiksins. Strákarnir virðast hrifnir af því að geyma það besta fram á síðustu stundu og þeir sýndu í kvöld að þegar þeir eru upp á sitt besta fær þá fátt stöðvað. Guðjón Valur Sigurðsson bar af í sóknarleik íslenska liðsins og var einn af fáum sem nýttu færin sín ágætlega. Snorri Steinn átti ágæta innkomu inn á milli og sérstaklega gaman var að sjá hvað hinir reynsluminni nýttu mínúturnar sem þeir fengu undir lok leiksins vel. Ísland - Portúgal 37-27 (17-15) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (12), Snorri Steinn Guðjónsson 7/4 (9/5), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (8), Sturla Ásgeirsson 3 (3), Ólafur Stefánsson 3 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4), Logi Geirsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Vignir Svavarsson 1 (3), Rúnar Kárason 1 (3), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 9 (25/1, 36%), Björgvin Páll Gústavsson 3 (14, 21%).Hraðaupphlaup: 12 (Róbert 3, Guðjón Valur 2, Sturla 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Snorri Steinn 1, Ólafur 1, Alexander 1).Fiskuð víti: 5 (Vignir 2, Aron 1, Sturla 1, Róbert 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Portúgals (skot): Dario Andrade 6/1 (7/1), Jose Costa 5 (6), Carlos Carneiro 5 (7), Tiago Rocha 4 (5), Pedro Solha 4 (7), David Tavares 1 (3), Nuno Pereira 1 (3), Fabio Magalhaes 1 (4), Bosko Bjelanovic (1), Luis Bogas (1), Inacio Carmo (2), Jorge Sousa (2), Claudio Pedroso (3).Varin skot: Hugo Figueira 13 (38/2, 34%), Hugo Laurentino 6/1 (18/3, 33%).Hraðaupphlaup: 13 (Solha 4, Andrade 4, Carneiro 3, Costa 2).Fiskuð víti: 1 (Bjelanovic 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir og oftast mjög sanngjarnir.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira