Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu 8. september 2010 11:36 Damon Hill ásamt Jackie Stewart, en báðir hafa unnið meistaratitila í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira