Lífið

Fékk sex milljónir fyrir klukkustund á klúbbnum

Það fer ekki milli mála að Rihanna er á toppnum þessa dagana.
Það fer ekki milli mála að Rihanna er á toppnum þessa dagana.
Söngkonan Rihanna fer mikinn þessa dagana á tónleikaferðinni Last Girl On Earth. Hún spilaði í Liverpool um helgina og olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum með þeim klæðalitlu múnderingum sem hafa vakið mikla athygli.

Rihanna mætti síðan á næturklúbbinn Bambooo í Liverpool þar sem hún staldraði við í klukkustund og spjallaði við aðdáendur sína. Þetta var engin góðgerðaferð þar sem eigendur klúbbsins punguðu út tæplega sex milljónum króna fyrir heimsóknina, 30 þúsund pundum.

Rihanna hefur eflaust litið vel í kringum sig á klúbbnum þar sem frést hefur að hún sé sjálf að undirbúa stofnun næturklúbbakeðju.

Hér er myndband af lokalagi Last Girl On Earth-tónleikanna, Umbrella, tekið af tónleikagesti í Antwerpen í Hollandi fyrir mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.