Lífið

Flight of the Conchords-maður í Men in Black 3

Jermaine Clement mun án efa brillera í hlutverki vonda gæjans.
Jermaine Clement mun án efa brillera í hlutverki vonda gæjans.

Framleiða á þriðju myndina í Men in Black-seríunni. Tommy Lee Jones og Will Smith snúa báðir aftur, en aðdáendur Flight of the Conchords fá óvæntan glaðning því Jemaine Clement fer einnig með hlutverk í myndinni.

Jemaine Clement, annar helmingur gríndúettsins Flight of the Conchords, hefur verið valinn til að leika vonda karlinn í kvikmyndinni Men in Black III. Hlutverkið þykir hvalreki á fjörur grínistans, sem hefur leikið í tveimur þáttaröðum af Flight of the Conchords og er þessa dagana á tónleikaferðalagi með félaga sínum, Bret.

Jemaine leikur illmennið Yaz, en fréttirnar af hlutverkinu eru misvísandi þar sem kvikmyndabiblían IMDB segir að hann leiki persónu sem heitir Boris. Þetta á allt eftir að koma betur í ljós.

Will Smith og Tommy Lee Jones snúa aftur sem leynilögreglumennirnir sem þeir túlkuðu svo eftirminnilega í fyrstu tveimur myndunum. Í þriðju myndinni halda þeir áfram að leyna því að geimverur búi á jörðinni og ferðast aftur í tímann til leysa úr einhvers konar geim ágreiningi.

Handritshöfundurinn Etan Cohen, maðurinn á bak við snilldarmyndina Tropic Thunder, skrifar handritið sem gefur góð fyrirheit. Framleiðandinn Sony hefur ákveðið að drífa í að framleiða myndina, sem er þó ekki væntanleg fyrr en eftir tvö ár.

Strákunum í Flight of the Conchords var boðið að framleiða þriðju þáttaröð þáttanna sína fyrir sjónvarpsstöðina HBO, en höfnuðu tilboðinu. atlifannar@frettabladid.is

Hér er eitt af mörgum óborganlegum atriðum úr þáttunum Flight of the Conchords.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.