Erlent

Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér

Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana.

Sumir þeirra sem boða að miklar loftslagsbreytingar séu á næsta leiti á jörðinni segja að Golfstraumurinn sé að hægja á sér með tilheyrandi kólnun á norðurslóðum og vestur Evrópu allri.

Væri ekki fyrir strauminn væri hitastigið í sjónum í kringum Bretlandseyjar til dæmis fjórum til sex gráðum kaldara en það er í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×