Kristinn Hrafnsson: Geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér Valur Grettisson skrifar 12. desember 2010 13:25 Kristinn Hrafnsson. „Það er búið að vera ansi stormasamt undanfarnar vikur,“ sagði Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum Wikileaks, í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í hádeginu. Kristinn hefur verið áberandi í heimsfréttunum vegna Wikileaks og árása á vefinn. Þá er forsprakki Wikileaks, Julian Assange, í gæsluvarðhald í Bretlandi vegna áskana um kynferðisbrot í Svíþjóð. Kristinn segir síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Þannig hafi upplýsingamiðlun Wikileaks orðið til þess að heimasíða samtakanna hefur sætt þrotlausum árásum tölvuþrjóta auk þess sem Paypal, Mastercard, Visa og fleiri neita að miðla greiðslum þeirra sem vilja styrkja samtökin. Kristinn segir þetta ótrúlegt framferði enda viti hann til að þrýstingur bandarískra yfirvalda hafi orðið til þess að greiðslufyrirtækin lokuðu á Wikileaks, þrátt fyrir að samtökin hafi ekkert annað til saka unnið en að leka út upplýsingum úr sendiráðum Bandaríkjanna. „Við höfum gripið til varnar, eða sóknar öllu heldur. Við munum draga þessi fyrirtæki til ábyrgðar," segir Kristinn sem er hvergi banginn og upplifir sig ekki í hættu þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna, þar sem meðal annars hefur verið hvatt til þess að senda bandarískar dauðasveitir á eftir forsvarsmönnum samtakanna. Kristinn segist finna fyrir gríðarlegum meðbyr. Almenningur hafi þannig áttað sig á því að um sé að ræða grundvallarspurningar um mannréttindi, tjáningafrelsi og frelsi internetsins. Kristinn segir síðuna stefna á að birta upplýsingar um bandaríska fjármálastofnun á næsta ári. Starfsmenn síðunnar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið. Kristinn hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að gagnrýna framferði bandarísku ríkisstjórnarinnar, „helst í kvöld," bætti hann svo við en meðal annars hafa utanríkisráðherra Ástralíu og forseti Brasilíu stutt samtökin opinberlega og gagnrýnt hegðun Bandaríkjanna í málinu. Þá vill Kristinn að Alþingi festi í lög IMMI verkefnið svokallaða sem myndi tryggja frelsi upplýsingamiðlun hér á landi. Spurður hvort það sé fylgst með honum svararar Kristinn: „Ég geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér." Hann segist þó ekki upplifa sig í hættu þó svo megi vera. Enda verið áberandi sem talsmaður samtakanna í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Spurður hvernig það þróaðist að hann talaði fyrir samtökin í fjarveru Julian svaraði Kristinn: „Ég dró bara það stutta strá." Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
„Það er búið að vera ansi stormasamt undanfarnar vikur,“ sagði Kristinn Hrafnsson, einn af talsmönnum Wikileaks, í viðtali við Egil Helgason, í Silfri Egils í hádeginu. Kristinn hefur verið áberandi í heimsfréttunum vegna Wikileaks og árása á vefinn. Þá er forsprakki Wikileaks, Julian Assange, í gæsluvarðhald í Bretlandi vegna áskana um kynferðisbrot í Svíþjóð. Kristinn segir síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Þannig hafi upplýsingamiðlun Wikileaks orðið til þess að heimasíða samtakanna hefur sætt þrotlausum árásum tölvuþrjóta auk þess sem Paypal, Mastercard, Visa og fleiri neita að miðla greiðslum þeirra sem vilja styrkja samtökin. Kristinn segir þetta ótrúlegt framferði enda viti hann til að þrýstingur bandarískra yfirvalda hafi orðið til þess að greiðslufyrirtækin lokuðu á Wikileaks, þrátt fyrir að samtökin hafi ekkert annað til saka unnið en að leka út upplýsingum úr sendiráðum Bandaríkjanna. „Við höfum gripið til varnar, eða sóknar öllu heldur. Við munum draga þessi fyrirtæki til ábyrgðar," segir Kristinn sem er hvergi banginn og upplifir sig ekki í hættu þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar bandarískra ráðamanna, þar sem meðal annars hefur verið hvatt til þess að senda bandarískar dauðasveitir á eftir forsvarsmönnum samtakanna. Kristinn segist finna fyrir gríðarlegum meðbyr. Almenningur hafi þannig áttað sig á því að um sé að ræða grundvallarspurningar um mannréttindi, tjáningafrelsi og frelsi internetsins. Kristinn segir síðuna stefna á að birta upplýsingar um bandaríska fjármálastofnun á næsta ári. Starfsmenn síðunnar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir mótlætið. Kristinn hvetur Össur Skarphéðinsson til þess að gagnrýna framferði bandarísku ríkisstjórnarinnar, „helst í kvöld," bætti hann svo við en meðal annars hafa utanríkisráðherra Ástralíu og forseti Brasilíu stutt samtökin opinberlega og gagnrýnt hegðun Bandaríkjanna í málinu. Þá vill Kristinn að Alþingi festi í lög IMMI verkefnið svokallaða sem myndi tryggja frelsi upplýsingamiðlun hér á landi. Spurður hvort það sé fylgst með honum svararar Kristinn: „Ég geri ráð fyrir því að það sé fylgst með mér." Hann segist þó ekki upplifa sig í hættu þó svo megi vera. Enda verið áberandi sem talsmaður samtakanna í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Spurður hvernig það þróaðist að hann talaði fyrir samtökin í fjarveru Julian svaraði Kristinn: „Ég dró bara það stutta strá."
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira