Erlent

Smábær býr sig undir brúðkaup forsetadóttur

Íbúar smábæjarins Rhinebeck í Hudson dalnum fyrir norðan New York eru nú að búa sig undir brúðkaup Chelsea Clinton, dóttur þeirra Bill og Hillary Clinton fyrrum forsetahjóna Bandaríkjanna.

Brúðkaupið verður haldið á laugardag en undirbúningur þess fer nú í taugarnar á nokkrum bæjarbúum þar sem gríðarleg öryggisvarsla verður í kringum brúðkaupið.

Á bæjarráðsfundi í Rhinebeck í upphafi vikunnar urðu töluverðar umræður um tillögu um að veita 2.500 dollurum í aukna lögggæslu í bænum sökum brúðkaupsins. Þá mun einn bæjarbúa hafa hrópað að faðir brúðarinnar ætti að standa straum af þessum kostnaði.

Brúðguminn er bankamaðurinn Marc Mezvinsky en þau hafa þekkt hvert annað í nær tvo áratugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×