Erlent

Brown biðlar til óákveðna kjósenda

Brown segist ætla ætla að taka á sig fulla ábyrgð ef Verkamannaflokkurinn tapar þingmeirihlutanum í kosningunum á nk. fimmtudag.
Brown segist ætla ætla að taka á sig fulla ábyrgð ef Verkamannaflokkurinn tapar þingmeirihlutanum í kosningunum á nk. fimmtudag. Mynd/AP
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, biðlaði til óákveðna kjósenda á kosningafundi í Manchester í kvöld og bað þá um að kjósa Verkamannaflokkinn í kosningunum á fimmtudaginn. Hann sagði að staða Bretlands og bresks almennings væri mun betri eftir að flokkurinn tók við stjórnartaumunum fyrir 13 árum. Mikilvægt væri að halda áfram á sömu braut.

Athygli vakti í dag þegar að Manish Sood, frambjóðandi Verkamannaflokksins, sendi formanni sínum heldur kaldar kveðjur og sagði að Brown væri versti forsætisráðherra í sögu Bretlands og að hann væri þjóðinni til skammar. Sjálfur hefur Brown sagst ætla að taka á sig fulla ábyrgð ef Verkamannaflokkurinn tapar þingmeirihluta sínum.

Dregið hefur úr stuðningi við Frjálslynda demókrata því samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist flokkurinn með 24% fylgi. Sömu kannanir sýna að Íhaldsflokkurinn nýtur stuðnings 35% kjósenda og Verkmannaflokkurinn 30%. Allt bendir því til þess að enginn flokkur fái meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×