Erlent

Þjóðarsorg í Rússlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessi mynd úr öryggismyndavél sýnir nokkur líkanna á Lublyanka brautarstöðinni.
Þessi mynd úr öryggismyndavél sýnir nokkur líkanna á Lublyanka brautarstöðinni.
Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt.

Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev hefur heitið því að gera út um þá sem stóðu að hryðjuverkunum. Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í landinu vegna ótta við frekari árásir. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á tilræðunum. Stjórnvöld kenna múslimahópum fá Kákasus um hryðjuverkin, en þar hafa uppreisnarmenn háð ofstækisfulla baráttu fyrir sjálfstæði.

Fréttastofa BBC segir að gert sé ráð fyrir að fólkið sem fórst í árásunum verið jarðað fljótlega. Fréttaritari BBC í Moskvu segir að milljónir manna haldi áfram að nota neðanjarðarlestakerfið í Moskvu eins og ekkert hafi í skorist. En Rússar hafa minnst þeirra sem létust í hryðjuverkunum með því að kveikja á kertum og leggja blóm inn í neðanjarðarlestastöðina í Lubyanka, þar sem 23 fórust og í Park Kultury þar sem tólf fórust. Auk þeirra fórust þrír á sjúkrahúsi og óttast er að tala látinna muni hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×