Erlent

Askan stoppar flug á Írlandi og norðanverðu Skotlandi

Aska frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur valdið því að allir flugvellir á Írlandi og Norður Írlandi eru lokaðir nú í morgunsárið. Flugbannið nær einnig yfir norðurhluta Skotlands, einkum Hebrides eyjar.

Athuga á með flug að nýju frá þessum stöðum klukkan eitt í dag að staðartíma. Samkvæmt frétt á BbC nær flugbannið ekki til Bretlands eða meginlands Evrópu.

Bannið setur strik í reikningin fyrir David Cameron formann Íhaldsflokksins sem ætlaði í fyrstu kosningaherferð sína um Norður Írland í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×