Innlent

Litlu munar á 4. til 7. sæti

Bjarni Karlsson.
Bjarni Karlsson. Mynd/Haraldur Jónasson

Bjarni Karlsson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar, segist vera ákaflega sáttur við þann stuðning sem hann fær í prófkjörinu. Þegar fyrstu tölur voru birtar var Bjarni í fimmta sæti en þegar þær voru birtar í annað sinn hafði hann haft sætaskipti við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa, sem var í sjötta sæti.

Bjarni segir að fáum atkvæðum muni á milli sín, Dofra, Hjálmars Sveinssonar og Sigrúnar Elsu Smáradóttur. Hjálmar er í fjórða sæti og Sigrún Elsa því sjöunda. Bjarni segir að 8 atkvæðum muni milli sín og Sigrúnar Elsu og fjórum milli sín og Dofra.

„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þarna er að byggjast upp sterkur og frambærilegur listi. Ég er stoltur að vera hluti af þessari liðsheild," segir Bjarni sem hefur undanfarin ár gegnt stöðu sóknarprests í Laugarneskirkju.

„Ég ákvað að gefa samfélaginu færi á mér. Ég er í starfi sem mig langar ekki til að standa upp úr en ef að svo fer að ég verði kjörinn borgarfulltrúi mun ég kveðja preststarfið í fjögur ár og þjóna borgurunum með þessum hætti."

Bjarni vonar að kosningabaráttan verði jákvæð og uppbyggileg og að hún komi til með að snúist um að bjóða borgarbúum upp á lausnir. „Nú ríður á að við högum kosningabaráttunni og orðræðunni í kringum hana þannig að við eflum samstöðu borgarbúa almennt og séum lausnarmið og jákvæð í hugsun."














Tengdar fréttir

Dofri kominn upp yfir séra Bjarna

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, færðist upp um eitt sæti þegar tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar voru birtar nú rétt eftir klukkan sjö. Þegar fyrstu tölur voru lesnar klukkan sex var hann í sjötta sæti og séra Bjarni Karlsson í því fimmta. Röð efstu manna er að öðru leyti óbreytt.

Dagur: Geysilega sterkur hópur með breiða skírskotun

„Ég er mjög sáttur með niðurstöðuna en það er auðvitað ekki búið að telja allt þannig að innbyrðis röðun einstakra frambjóðenda getur breyst. Það er aftur á móti alveg ljóst að hópurinn er geysilega sterkur, með breiða skírskotun og kemur með mikilvæga reynslu víða úr samfélaginu inn í stjórmálin. Það er endurnýjun á ferðinni,“ segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavík, um nýjustu tölur í prófkjöri flokksins vegna kosningarnar í vor.

Sigrún Elsa í sjöunda sæti - Oddný í öðru

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi, sem sóttist eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er 7. sæti þegar rúmlega 23% atkvæða hafa verið talinn. Samfylkingin fékk fjóra borgarfulltrúa kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum. Þrír borgarfulltrúar raða sér í efstu þrjú sætin. Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður, og séra Bjarni Karlsson koma næstir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×