Út með forsetann og forsætisráðherra! Björn Vernharðsson skrifar 21. nóvember 2010 13:24 Ég vil breyta stjórnarskránni af því að hún endurspeglar gamla stjórnarhætti og hugsunargang einveldis. Hún snýst um að skipta völdum, en ekki að skilgreina ábyrgð og þjónustuhlutverk stjórnsýslunnar. Þótt þjóðfundurinn hafi nefnt mörg af þeim hugtökum sem er að finna í stjórnarskrá eru þau hugtök ekki höfð til hliðsjónar í framkvæmd, t.d. stjórnsýslunni. Alþingi starfi sem löggjafarvald og hafi eftirlit með stjórnsýslunni. Til alþingis sé kosið með beinni kosningu og landið sé fleiri en eitt kjördæmi. Ráðherrar bjóði sig hver til síns ráðuneytis og þá sé landið eitt kjördæmi. Það þarf að skilgreina starfssvið ráðuneytanna eftir óskum þjóðfundar. Þjóðfundurinn biður um ábyrgð og kallar eftir mannréttindum og jafnrétti sem verður þá að vera meginhlutverk eins ráðuneytis. Ný lagastofnun skilgreini alla lagasetningu út frá mannréttindum. Slík stofnun hafi málskotsrétt en einnig meirihluti þingmanna eða skilgreindur hópur kjósenda. Mannréttindaráðuneyti taki yfir verkefni Utanríkisráðuneytis. Samskipti við erlend ríki þar með talið ESB mótist af Mannréttindum umfram annað. Það er auðveldar að skipta kvóta eftir mannréttindum, en mannréttindum eftir kvóta. Réttlæti og framkvæmd þess þarf síðan að taka fyrir í sér-ráðuneyti þar sem framkvæmd laga, öll lægri dómstig, lögregla, sýslumenn og saksóknari fari undir einn hatt til að fá skilvirkari framgang í rannsóknum og dómum á sakamálum. Menntun og allt nám þarf að skilgreina út frá heiðarleika og vera alfarið og eina verkefni eins ráðuneytis. Í dag vitum við oft ekki hvort sé verið að tala við kennara í háskólanum eða stjórnmálamann. Heilbrigðisþjónustan og félagsmálaþjónustan sameinist í einu ráðuneyti og helst öll framkvæmd færð til sveitarfélaganna. Þjónustan verði skilgreind eftir þörfum einstaklinga í nærsamfélaginu. Lýðræði í reynd er hve vel við skilgreinum aðstoð okkar við þá sem minna mega sín, en ekki hvernig við skiptum völdum. Starfskyld leyfi og eftirlit með félögum og einstaklingum í starfi sé tekin fyrir í einu sama ráðuneytinu. Frelsi til athafna sé skilgreint með ábyrgð í huga af sama ráðuneyti, sem sér einnig um eftirlit með rekstri og starfssemi félaga og einstaklinga. Fjármálaráðuneytið og efnahagsmálaráðuneytið verði sameinuð í eitt ráðuneyti. Hlutverk skattheimtu og skatteftirlita og dóma færð undir önnur ráðuneyti, sem fyrr hafa verið talin. Umhverfisráðuneytið taki yfir öll atvinnuvegaráðuneyti. Atvinnuvegir og auðlindir séu skilgreind út frá umhverfinu. Það er hagur allra, líka atvinnuveganna að fá sameiginlega framtíðarsýn með umhverfið í fyrirrúmi. Setja þarf á stofn sérstakt ráðuneyti menningar, lista og trúarbragða. Forsætisráðuneytið mætti því leggja niður og verða hluti af starfssviði Ráðherra menningarmála. Varaforsætisráðherra væri síðan mannréttindaráðherra. Forsetaembættinu sé breytt í embætti Braga og Iðunnar. Verkefni þeirra taki mið af því góða starfi sem Vigdís hefur sinnt enn flottar eftir að hún hætti að starfa sem forseti. Þau starfi í nánu samstarfi við Menningarráðuneytið. Karl og kona kosin með beinni kosningu og sinni saman embætti þannig að hér sé jafnrétti í verki. Tilgangurinn sé að skerpa upp táknmynd heimilis frekar en valdabaráttu og klíkuskapar. Þetta er leið til að öll hugtök þjóðfundar komi fram sem vel skilgreind atriði í stjórnsýslunni. Sem sé endurhönnuð og útfærð sem þjónustuaðilar, en ekki sem valdastofnanir. Skilaboð þjóðfundar var að stjórnsýslan sé ekki að virka, enda er allt skipulagt út frá forsendum valdabaráttu og skiptingu einveldis. Vel skilgreing þjónustuhlutverk og ábyrgð hvers fyrir sig, skapar sátt stjórnsýslunnar við samfélagið. Út með pólítiska matadorið, þar sem allt snérist um að komast til valda og áhrifa sérhagsmunum og klíkum til handa. Ég býð mig fram af því að ég tel að viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskráarinnar þurfa að breytast. Það er ekki nóg að varpa fram hugtökum á borð við jafnrétti og mannréttindi, við þurfum að finna réttu leiðirnar til að koma þeim í framkvæmd. Ég er sálfræðingur með mikla reynslu í sáttamiðlun og samningagerð. Stjórnarskráin á að snúast um mannleg samskipti og skilgreiningu hagsmuna fólks en ég hef einmitt góða innsýn í mannlega hegðun og þá sérstaklega samskipti í hópum, stórum sem litlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég vil breyta stjórnarskránni af því að hún endurspeglar gamla stjórnarhætti og hugsunargang einveldis. Hún snýst um að skipta völdum, en ekki að skilgreina ábyrgð og þjónustuhlutverk stjórnsýslunnar. Þótt þjóðfundurinn hafi nefnt mörg af þeim hugtökum sem er að finna í stjórnarskrá eru þau hugtök ekki höfð til hliðsjónar í framkvæmd, t.d. stjórnsýslunni. Alþingi starfi sem löggjafarvald og hafi eftirlit með stjórnsýslunni. Til alþingis sé kosið með beinni kosningu og landið sé fleiri en eitt kjördæmi. Ráðherrar bjóði sig hver til síns ráðuneytis og þá sé landið eitt kjördæmi. Það þarf að skilgreina starfssvið ráðuneytanna eftir óskum þjóðfundar. Þjóðfundurinn biður um ábyrgð og kallar eftir mannréttindum og jafnrétti sem verður þá að vera meginhlutverk eins ráðuneytis. Ný lagastofnun skilgreini alla lagasetningu út frá mannréttindum. Slík stofnun hafi málskotsrétt en einnig meirihluti þingmanna eða skilgreindur hópur kjósenda. Mannréttindaráðuneyti taki yfir verkefni Utanríkisráðuneytis. Samskipti við erlend ríki þar með talið ESB mótist af Mannréttindum umfram annað. Það er auðveldar að skipta kvóta eftir mannréttindum, en mannréttindum eftir kvóta. Réttlæti og framkvæmd þess þarf síðan að taka fyrir í sér-ráðuneyti þar sem framkvæmd laga, öll lægri dómstig, lögregla, sýslumenn og saksóknari fari undir einn hatt til að fá skilvirkari framgang í rannsóknum og dómum á sakamálum. Menntun og allt nám þarf að skilgreina út frá heiðarleika og vera alfarið og eina verkefni eins ráðuneytis. Í dag vitum við oft ekki hvort sé verið að tala við kennara í háskólanum eða stjórnmálamann. Heilbrigðisþjónustan og félagsmálaþjónustan sameinist í einu ráðuneyti og helst öll framkvæmd færð til sveitarfélaganna. Þjónustan verði skilgreind eftir þörfum einstaklinga í nærsamfélaginu. Lýðræði í reynd er hve vel við skilgreinum aðstoð okkar við þá sem minna mega sín, en ekki hvernig við skiptum völdum. Starfskyld leyfi og eftirlit með félögum og einstaklingum í starfi sé tekin fyrir í einu sama ráðuneytinu. Frelsi til athafna sé skilgreint með ábyrgð í huga af sama ráðuneyti, sem sér einnig um eftirlit með rekstri og starfssemi félaga og einstaklinga. Fjármálaráðuneytið og efnahagsmálaráðuneytið verði sameinuð í eitt ráðuneyti. Hlutverk skattheimtu og skatteftirlita og dóma færð undir önnur ráðuneyti, sem fyrr hafa verið talin. Umhverfisráðuneytið taki yfir öll atvinnuvegaráðuneyti. Atvinnuvegir og auðlindir séu skilgreind út frá umhverfinu. Það er hagur allra, líka atvinnuveganna að fá sameiginlega framtíðarsýn með umhverfið í fyrirrúmi. Setja þarf á stofn sérstakt ráðuneyti menningar, lista og trúarbragða. Forsætisráðuneytið mætti því leggja niður og verða hluti af starfssviði Ráðherra menningarmála. Varaforsætisráðherra væri síðan mannréttindaráðherra. Forsetaembættinu sé breytt í embætti Braga og Iðunnar. Verkefni þeirra taki mið af því góða starfi sem Vigdís hefur sinnt enn flottar eftir að hún hætti að starfa sem forseti. Þau starfi í nánu samstarfi við Menningarráðuneytið. Karl og kona kosin með beinni kosningu og sinni saman embætti þannig að hér sé jafnrétti í verki. Tilgangurinn sé að skerpa upp táknmynd heimilis frekar en valdabaráttu og klíkuskapar. Þetta er leið til að öll hugtök þjóðfundar komi fram sem vel skilgreind atriði í stjórnsýslunni. Sem sé endurhönnuð og útfærð sem þjónustuaðilar, en ekki sem valdastofnanir. Skilaboð þjóðfundar var að stjórnsýslan sé ekki að virka, enda er allt skipulagt út frá forsendum valdabaráttu og skiptingu einveldis. Vel skilgreing þjónustuhlutverk og ábyrgð hvers fyrir sig, skapar sátt stjórnsýslunnar við samfélagið. Út með pólítiska matadorið, þar sem allt snérist um að komast til valda og áhrifa sérhagsmunum og klíkum til handa. Ég býð mig fram af því að ég tel að viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskráarinnar þurfa að breytast. Það er ekki nóg að varpa fram hugtökum á borð við jafnrétti og mannréttindi, við þurfum að finna réttu leiðirnar til að koma þeim í framkvæmd. Ég er sálfræðingur með mikla reynslu í sáttamiðlun og samningagerð. Stjórnarskráin á að snúast um mannleg samskipti og skilgreiningu hagsmuna fólks en ég hef einmitt góða innsýn í mannlega hegðun og þá sérstaklega samskipti í hópum, stórum sem litlum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar