Uppgjör við frægðina 25. mars 2010 04:15 MGMT – Andrew og Ben Gera í því að tapa vinsældum með nýju plötunni. Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratulations. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spectacular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlimirnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlustendur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni.Speisuð sýraUmslag Congratulations Viðtökurnar hafa verið blendnar.Congratulations er mikið ævintýraland þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðarlegt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacemen 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsældir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siberian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreiðÞað má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framanum,“ sagði Andrew Van Wyngarden nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eiginlega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratulations. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spectacular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlimirnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlustendur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni.Speisuð sýraUmslag Congratulations Viðtökurnar hafa verið blendnar.Congratulations er mikið ævintýraland þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðarlegt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacemen 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsældir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siberian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreiðÞað má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framanum,“ sagði Andrew Van Wyngarden nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eiginlega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira