Uppgjör við frægðina 25. mars 2010 04:15 MGMT – Andrew og Ben Gera í því að tapa vinsældum með nýju plötunni. Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratulations. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spectacular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlimirnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlustendur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni.Speisuð sýraUmslag Congratulations Viðtökurnar hafa verið blendnar.Congratulations er mikið ævintýraland þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðarlegt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacemen 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsældir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siberian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreiðÞað má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framanum,“ sagði Andrew Van Wyngarden nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eiginlega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Aldamótatónleikar á Þjóðhátíð Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratulations. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spectacular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlimirnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlustendur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni.Speisuð sýraUmslag Congratulations Viðtökurnar hafa verið blendnar.Congratulations er mikið ævintýraland þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðarlegt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacemen 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsældir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siberian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreiðÞað má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framanum,“ sagði Andrew Van Wyngarden nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eiginlega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist
Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Aldamótatónleikar á Þjóðhátíð Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið