Uppgjör við frægðina 25. mars 2010 04:15 MGMT – Andrew og Ben Gera í því að tapa vinsældum með nýju plötunni. Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratulations. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spectacular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlimirnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlustendur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni.Speisuð sýraUmslag Congratulations Viðtökurnar hafa verið blendnar.Congratulations er mikið ævintýraland þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðarlegt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacemen 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsældir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siberian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreiðÞað má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framanum,“ sagði Andrew Van Wyngarden nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eiginlega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Dúettinn MGMT sló í gegn árið 2007 með plötunni Oracular Spectacular. Þar var sleginn ferskur og poppaður tónn sem nú er tekinn og afmyndaður á nýrri plötu, Congratulations. Platan er sett á útgáfudag 13. apríl, en má þegar heyra víða á Netinu. Það voru popplög eins og Kids og Time to pretend á Oracular Spectacular, sem vöktu athygli á bandinu og urðu til þess að það sló í gegn. Nú virðast sem MGMT-meðlimirnir Andrew Van Wyngarden og Ben Goldwasser hafi snúið baki við poppsmellagerð. Þess í stað hvetja þeir útvarpsfólk og almenna hlustendur til að spila þau lög sem æpa hæst á þá á plötunni.Speisuð sýraUmslag Congratulations Viðtökurnar hafa verið blendnar.Congratulations er mikið ævintýraland þar sem uppskriftinni „erindi, millikafli, viðlag“ er hent og gríðarlegt frjálsræði tekið upp í staðinn. Í einu og sama laginu eru margir kaflar sem líða áfram í beit. Platan inniheldur níu lög þar sem áhrif frá gamalli sækadelíu og útúrspeisuðu geimrokki eru greinileg. Enda ekki nema von því Peter Kember, Sonic Boom úr sýrurokkbandinu Spacemen 3, er titlaður gúrú og pródúser plötunnar. Það er greinlegt að músík frá sjöunda og áttunda áratugnum með sveitum eins og Pink Floyd, The Zombies, T. Rex, The Kinks og fleirum hefur áhrif. Að auki segja meðlimir MGMT að platan sé undir áhrifum frá surf-tónlist. Þeir syngja óð til Brians Eno, annan til Dans Treacy úr ensku pönkhljómsveitinni Television Personalities og svo er þarna hið ósungna lag Lady Dada‘s Nightmare, sem er óður til kynlífs með Lady Gaga. Verandi frægir fyrir hnyttna poppsmelli er það vitaskuld djarfur leikur að svissa alveg yfir í tyrfið og sýrt gáfumannarokk. Þessi plata mun áreiðanlega ekki auka vinsældir bandsins, en poppnördar fá mikið fyrir sinn snúð. Lengsta lagið, Siberian break, er meira en 12 mínútur, byrjar sem mjúkrokklumma frá áttunda áratugnum, en endar sem hljóðspor við tímaferðalag. Eins og ringulreiðÞað má jafnvel ganga svo langt að segja að bandið geri í því að tapa vinsældum sínum. „Platan er svar við frægðinni og framanum,“ sagði Andrew Van Wyngarden nýlega í viðtali við MTV. „Hún er afrakstur þess hugarfars sem var ríkjandi á meðan við túruðum í átján mánuði. Þessi tími var eins og hvirfilbylur, við vissum eiginlega ekkert hvað var í gangi, svo lögin sem við sömdum bera þess merki. Þau fara um víðan völl, eru eins og ringulreið. Platan fjallar um það að missa vitið, að vera alveg útkeyrður og það þegar allt er að detta í sundur.“ Hann bætir við að viðtökurnar við plötunni séu mjög blendnar, annaðhvort elski fólk plötuna eða hati. „Við héldum bara áfram að púsla henni saman. Við vorum paranojaðir á löngum tímabilum. Í þessum bransa er mikið um jáfólk, sem segir þér að allt sem þú gerir sé frábært. Ég held að þess vegna geri margir svona lélegar plötur, út af öllu þessu jáfólki. Við vitum eiginlega ekki sjálfir hvort þessi plata sé góð eða vond!“ drgunni@frettabladid.ist
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið