Lífið

Jesse sakaður um að halda framhjá Bullock með mörgum konum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sandra og Jesse voru hamingjusöm við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Mynd/ AFP.
Sandra og Jesse voru hamingjusöm við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Mynd/ AFP.
Jesse James, eiginmaður Söndru Bullock, er sakaður um að haldið framhjá með konu sem hann hitti á Internetinu. Í síðustu viku greindi tattúfyrirsætan, Michelle McGee, frá því að hún og Jesse hefðu átt í 11 mánaða löngu sambandi á meðan að Sandra var við tökur á The Blind Side. Hún sagði að McGee sagði að þau Jesse hefðu stundað hömlulaust kynlíf í fimm vikur og að Jesse hefði sagt sér að hjónabandinu væri lokið.

Núna er talað um að Jesse hafi átt í sambandi með 11 öðrum konum. Melissa Smith, sem er einnig gefin fyrir tattú, sagði í samtali við tímaritið Star, að Jesse hafi haft samband við hana í gegnum MySpace árið 2006, ári eftir að hann giftist Söndru. Saga Melissu er svipuð og saga McGee. Hún hafi hitt hana á skrifstofu hans á West Coast mótorhjólaverkstæðinu þar sem þau hafi sofið saman.

Fyrrverandi eiginkona Jesse, Janine Lindemulder, hefur einnig sagt í samtali við tímaritið In touch Weekly að Jesse hafi sagt sér að hann hafi haldið framhjá Söndru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.