Erlent

Brown segist bera ábyrgðina

Nick Clegg. Frjálslyndir demókratar virðast hafa misst forskotið.
nordicphotos/AFP
Nick Clegg. Frjálslyndir demókratar virðast hafa misst forskotið. nordicphotos/AFP

-AP- Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segist taka á sig alla ábyrgð ef Verkamannaflokkur hans tapar þingmeirihluta í kosningunum á morgun.

Allt bendir enn til þess að enginn flokkur fái meirihluta, en samkvæmt skoðanakönnun YouGov í gær er Íhaldsflokknum spáð 35 prósentum atkvæða, Verkamannaflokknum 30 prósent en Frjálslyndum demókrötum 24 prósent.

Frjálslyndir demókratar virðast því hafa misst forskot sem Nick Clegg, leiðtogi þeirra, aflaði þeim í fyrstu sjónvarpskappræðum leiðtoganna þriggja fyrir fjórum vikum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×