Lífið

Framleiðslu hætt á Heroes, Law and Order og FlashForward

Tinni Sveinsson skrifar
Aðdáendur klappstýrunnar Claire Bennet sem Hayden Panettiere lék verða nú að snúa sér annað.
Aðdáendur klappstýrunnar Claire Bennet sem Hayden Panettiere lék verða nú að snúa sér annað.
Bandarískar sjónvarpsstöðvar kynna haustdagskrá sína þessa dagana. Hjá NBC kemur í ljós að hætt hefur verið við framleiðslu á nokkrum vel þekktum þáttum sem hafa verið sýndir hér á landi.

Heroes er einn þeirra en áhorfendur hans kvörtuðu sáran yfir því hvernig þátturinn dalaði eftir þrusugóða fyrstu þáttaröð. Höfundur þeirra, Tim Kring, sagðist ætla að snúa aftur til rótanna í fjórðu þáttaröð en það dugði ekki til.

Þá hefur einnig verið hætt við framleiðslu réttar- og lögguþáttanna Law and Order eftir hvorki meira né minna en tuttugu ár í framleiðslu. Nafnið fær að vísu að lifa aðeins lengur því sjónvarpsstöðin ætlar að frumsýna nýjan þátt sem gerist í Los Angeles og byggir á sömu hugmynd. Einnig hefur verið hætt við framleiðslu á þáttunum FlashForward.

Meðal nýrra þátta er Undercover eftir JJ Abrams. The Office heldur áfram þrátt fyrir að aðalleikarinn Steve Carell sé ekki búinn að skrifa undir samning um framleiðslu þeirra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.