Lífið

Stelpurnar í Elektra kvíða ekki ferðalagi með Dalton

Elektra, Dalton og rútan sem rúntar með hljómsveitirnar um landið í sumar.
Elektra, Dalton og rútan sem rúntar með hljómsveitirnar um landið í sumar.

„Þetta verður forvitnilegt," segir Nana Alfreðsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Elektra.

Elektra og hljómsveitin Dalton taka sameiginlegan túr í sumar undir heitinu „I Don't Do Boys-túrinn". Meðlimir hljómsveitanna hittust af því tilefni á dögunum og máluðu hljómsveitarrútu Dalton, en henni munu hljómsveitirnar deila í gegnum súrt og sætt í sumar.

„Við erum ótrúlega spenntar. Við pössum ágætlega saman," segir Nana. „Það er gaman að hafa nokkra stráka með og ég held að það sé gott fyrir þá að ferðast með stelpum. Þá náum við jafnvægi. Þeir eru svo villtir, ég held að þeir róist aðeins núna."

Elektra og Dalton koma fram á Borgarnesi, Blönduósi og Siglufirði um næstu helgi. Um miðjan júní leggja hljómsveitirnar svo Austurland undir sig.

En óttist þið ekki að hreinlæti strákanna verði bágborið?

„Nei. Ég held að þeir verði ekki í sama herbergi og við - við gistum ekki í rútunni," segir hún og hlær. „En þetta verður svakapartísumar. Ótrúlega gaman. Það verður líka gaman að skoða landið, ég er svo mikið borgarbarn." - afb

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.