Geymir Emmy-styttuna á píanóinu heima 17. maí 2010 10:30 Skarphéðinn S. Héðinsson hefur starfað fyrir Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypuna í sex ár. Keflvíkingurinn Skarphéðinn S. Héðinsson er háttsettur innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar. Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2006 og hefur nýlokið við þróun forrits fyrir iPad-græjuna. Skarphéðinn flutti til Seattle í Bandaríkjunum árið 1991 til að læra tölvunarfræði og hefur ílengst þar í landi allar götur síðan. Núna býr hann skammt fyrir utan Los Angeles ásamt bandarískri eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann er yfirmaður innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar og undir honum starfa um það bil sextíu manns. Aðspurður segist Skarphéðinn hafa verið heppinn á ferli sínum og er ánægður með hversu vel hefur gengið. "Ég sækist frekar eftir vinnu sem ég hef áhuga á og svo kemur allt hitt á eftir," segir hann hógvær. Áður er hann réði sig til Disney og ABC árið 2004 starfaði hann sem yfirmaður þróunardeildar hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni. Þróaði hann tæknina á bak við fótboltasíðuna vinsælu Soccernet.com ásamt samstarfsfólki sínu og kom henni í raun á laggirnar árið 2000. "Mér fannst þetta voða gaman því ég er mikill fótboltaáhugamaður," segir Skarphéðinn, sem er staddur hér á landi í stuttu fríi. Í starfi sínu hjá Disney og ABC vinnur hann við stafræna dreifingu á sjónvarpsefni þannig að fólk geti ekki bara horft á það í sjónvarpinu heldur líka á netinu án nokkurra vandkvæða, með aðstoð tölvu eða síma. "Þetta er ofboðslega stökkbreytt umhverfi í dag því neyslan er að breytast hjá fólki," segir Skarphéðinn. ABC-fyrirtækið eyðir miklum peningum í framleiðslu sjónvarpsþátta á borð við Grey´s Anatomy, Lost og Desperate Housewifes og með breyttu áhorfsmynstri á slíka þætti þarf Skarphéðinn að sjá til þess að peningar náist aftur inn í fyrirtækið í gegnum net-áhorf. Til dæmis var ABC frumkvöðull í að bjóða sjónvarpsþætti ókeypis á heimasíðu sinni, gegn því að fólk horfði á auglýsingarnar sem fylgdu með. Þetta uppátæki hitti rækilega í mark og fékk Skarphéðinn og teymi hans hin virtu Emmy-verðlaun fyrir það starf. Styttuna glæsilegu geymir hann uppi á píanóinu heima hjá sér. Hann hefur nýlokið svipuðu starfi í tengslum við nýju iPad-tölvuna svo að almenningur eigi auðvelt með að sjá hina vinsælu sjónvarpsþætti ABC í gegnum hana. "Við læstum okkur tólf saman inni í fimm vikur og keyrðum okkur út til að ákveða hvernig Disney gæti notað tölvuna. Þetta var lítill hópur en mjög einbeittur," segir hann. "Núna er hægt að nálgast forritið okkar ókeypis og horfa síðan á sjónvarpsefni í gegnum það." Þessi mikla vinna skilaði sér ríkulega því fyrsta mánuðinn voru streymdir 1,5 milljónir þátta í gegnum iPadinn. Skarphéðinn kynntist Steve Jobs, eiganda Apple og stærsta einstaklingseiganda að hlutabréfum í Disney, lítillega í tengslum við verkefnið og hitti hann einmitt á dögunum ásamt samstarfsfólki sínu. "Hann tók í höndina á okkur og þakkaði okkur fyrir góð störf. Það var mikil upplifun fyrir starfsfólkið að fá þetta beint frá honum." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Keflvíkingurinn Skarphéðinn S. Héðinsson er háttsettur innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar. Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2006 og hefur nýlokið við þróun forrits fyrir iPad-græjuna. Skarphéðinn flutti til Seattle í Bandaríkjunum árið 1991 til að læra tölvunarfræði og hefur ílengst þar í landi allar götur síðan. Núna býr hann skammt fyrir utan Los Angeles ásamt bandarískri eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann er yfirmaður innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar og undir honum starfa um það bil sextíu manns. Aðspurður segist Skarphéðinn hafa verið heppinn á ferli sínum og er ánægður með hversu vel hefur gengið. "Ég sækist frekar eftir vinnu sem ég hef áhuga á og svo kemur allt hitt á eftir," segir hann hógvær. Áður er hann réði sig til Disney og ABC árið 2004 starfaði hann sem yfirmaður þróunardeildar hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni. Þróaði hann tæknina á bak við fótboltasíðuna vinsælu Soccernet.com ásamt samstarfsfólki sínu og kom henni í raun á laggirnar árið 2000. "Mér fannst þetta voða gaman því ég er mikill fótboltaáhugamaður," segir Skarphéðinn, sem er staddur hér á landi í stuttu fríi. Í starfi sínu hjá Disney og ABC vinnur hann við stafræna dreifingu á sjónvarpsefni þannig að fólk geti ekki bara horft á það í sjónvarpinu heldur líka á netinu án nokkurra vandkvæða, með aðstoð tölvu eða síma. "Þetta er ofboðslega stökkbreytt umhverfi í dag því neyslan er að breytast hjá fólki," segir Skarphéðinn. ABC-fyrirtækið eyðir miklum peningum í framleiðslu sjónvarpsþátta á borð við Grey´s Anatomy, Lost og Desperate Housewifes og með breyttu áhorfsmynstri á slíka þætti þarf Skarphéðinn að sjá til þess að peningar náist aftur inn í fyrirtækið í gegnum net-áhorf. Til dæmis var ABC frumkvöðull í að bjóða sjónvarpsþætti ókeypis á heimasíðu sinni, gegn því að fólk horfði á auglýsingarnar sem fylgdu með. Þetta uppátæki hitti rækilega í mark og fékk Skarphéðinn og teymi hans hin virtu Emmy-verðlaun fyrir það starf. Styttuna glæsilegu geymir hann uppi á píanóinu heima hjá sér. Hann hefur nýlokið svipuðu starfi í tengslum við nýju iPad-tölvuna svo að almenningur eigi auðvelt með að sjá hina vinsælu sjónvarpsþætti ABC í gegnum hana. "Við læstum okkur tólf saman inni í fimm vikur og keyrðum okkur út til að ákveða hvernig Disney gæti notað tölvuna. Þetta var lítill hópur en mjög einbeittur," segir hann. "Núna er hægt að nálgast forritið okkar ókeypis og horfa síðan á sjónvarpsefni í gegnum það." Þessi mikla vinna skilaði sér ríkulega því fyrsta mánuðinn voru streymdir 1,5 milljónir þátta í gegnum iPadinn. Skarphéðinn kynntist Steve Jobs, eiganda Apple og stærsta einstaklingseiganda að hlutabréfum í Disney, lítillega í tengslum við verkefnið og hitti hann einmitt á dögunum ásamt samstarfsfólki sínu. "Hann tók í höndina á okkur og þakkaði okkur fyrir góð störf. Það var mikil upplifun fyrir starfsfólkið að fá þetta beint frá honum." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“