Krónunni verður ekki kastað fyrir 2015 26. nóvember 2010 06:00 Pallborðið Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jón Daníelsson, dósent hjá LSE. Fréttablaðið/GVA Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgunfundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmálans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mistök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyrishöftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabankanum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmaður þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráðlegt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgunfundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmálans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mistök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyrishöftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabankanum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmaður þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráðlegt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira