Lífið

Á von á tvíburum

Mariah Carey og eiginmaður hennar, Nick Cannon, eiga von á tvíburum. nordicphotos/getty
Mariah Carey og eiginmaður hennar, Nick Cannon, eiga von á tvíburum. nordicphotos/getty

Söngkonan Mariah Carey og eiginmaður hennar, útvarpsmaðurinn og grínistinn Nick Cannon, eiga von á tvíburum.

Cannon sagði hlustendum sínum gleðifréttirnar í útvarpsþætti sínum í gærmorgun. „Ef ég og eiginkona mín eigum að geta lifað lífi okkar í friði verð ég að vera hreinskilinn við ykkur, aðdáendur okkar. Ég hef ekki einu sinni sagt eiginkonu minni frá því að ég ætli að gera fréttirnar opinberar. Hún mun örugglega öskra svolítið á mig þegar ég kem heim,“ sagði Cannon áður en hann tilkynnti að hann og Carey ættu von á tvíburum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.