Erlent

Of feitur til að fara í fangelsi

Maður í Flórída var á dögunum sakfelldur fyrir að svíkja út mat á fjölda veitingastaða og verslana. Hann játaði brotin fúslega á sig en þarf ekki að fara í fangelsi. Ástæðan fyrir því að George Joliceur þarf ekki að sitja inni er sú að kostnaður fangelsisins við að greiða fyrir læknisþjónustu og annað uppihald hans er of mikill.

George er rúmlega 270 kíló að þyngd og fólust brot hans aðallega í því að krefjast endurgreiðslu á mat á veitingastöðum og í verslunum. Hann hafði það fyrir sið að halda því fram að maturinn hefði verið skemmdur, þrátt fyrir að vera búinn að borða megnið af honum.

Dómarinn sakfelldi hann eins og áður sagði en saksóknari féllst á að sleppa George við fangelsisvistina að því tilkskyldu að hann borgi sjálfur allan málskostnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×