Innlent

Sluppu ómeidd úr logandi bíl

Bíllin fór út af veginum nálægt Höfðabóli í Vestmannaeyjum
Bíllin fór út af veginum nálægt Höfðabóli í Vestmannaeyjum Mynd: Óskar P
Fjögur ungmenni sluppu ómeidd, þegar bíll sem þau voru í, fór út af veginum skammt frá Höfðabóli í Vestmannaeyjum í nótt.

Mikið högg kom á bílinn og kviknaði í honum. Fólkið, sem allt var í bílbeltum, slapp út í tæka tíð og náði lögregla að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang.

Bíllinn er mikið skemmdur, en ekki liggur fyrir af hverju hann hafnaði utan vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×