Lífið

Á tvö þúsund matreiðslubækur

Rikka segir Nönnu vera okkar eigin Juliu Child.
Rikka segir Nönnu vera okkar eigin Juliu Child.
Annar þáttur af Matarást með Rikku var gómsætur í gær, þar sem Rikka sótti heim matreiðslugúrúinn Nönnu Rögnvaldardóttir sem eldaði marokkóskar kjötbollur og sítruslegna hörpuskel.

„Ég held að ég geti sagt það án þess að blikna að það er enginn hér á landi sem veit jafnmikið um mat og matargerð og Nanna Rögnvaldardóttir, hún er okkar eigin Julia Child, Helga Sigurðar nútímans. Er einhver sem hefur áhuga á matargerð sem á ekki bók eftir Nönnu?" spyr Rikka.

Sjálf á Nanna einmitt um tvö þúsund matreiðslubækur og stefnir að því að eiga að minnsta kosti eina frá hverju einasta sjálfstæða ríki í heiminum.

„Það sem er svo ánægjulegt við uppskriftirnar hennar Nönnu er hversu einfaldar þær eru og hreinlega ómótstæðilegar eins og meðfylgjandi uppskriftir sýna," segir Rikka.

Hér má lesa uppskriftir þáttarins, fyrir marokkóskar kjötbollur og sítruslegna hörpuskel.

Matarást með Rikku er á dagskrá á fimmtudögum kl. 20:10. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 á laugardögum kl. 16 og kl. 19:45 á sunnudögum á Stöð 2 Extra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.