Lífið

Ívar Guðmunds með eyeliner

Ívar fór í múnderingu sem hann notar í Bollywood-sýningu í Turninum.
Ívar fór í múnderingu sem hann notar í Bollywood-sýningu í Turninum.
Heitasta partíið í Kópavogi á miðvikudagskvöld var á Players þar sem Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz eða Þykki, fagnaði þrítugsafmæli sínu. Mikill fjöldi gesta lét sjá sig og fóru flestir sáttir heim; nóg var af veitingum og skemmtiatriðum.

Félagarnir Ívar Guðmundsson og Arnar Grant vöktu mikla athygli í veislunni enda voru þeir klæddir í dress sem þeir nota í Bollywood-sýningu í Turninum sem þeir taka þátt í um þessar mundir. Voru þeir félagar berir að ofan undir litríkum vestum og þóttust einhverjir gesta geta greint að Ívar væri með "eyeliner". Var því lýst sem mjög sérstakri sjón.

Þeir Ívar og Arnar mættu með Höllu Vilhjálmsdóttur með sér og steig hún á svið og söng afmælissönginn að hætti Marilyn Monroe.

Útgefandi Egils veitti honum viðurkenningu fyrir góðan árangur í jólabókaflóðinu.
Meðal þeirra sem tróðu upp voru Sverrir Bergmann, hljómsveitirnar Merzedes Club og Últra Mega Teknóbandið Stefán, Sólmundur Hólm og Auddi og Sveppi auk Erps Eyvindarsonar.

Bókaútgefandinn Jónas Sigurgeirsson veitti afmælisbarninu viðurkenningu fyrir góðan árangur í jólabókaflóðinu á síðasta ári. Jónas gaf út Mannasiðabók Egils og seldist hún í nokkur þúsund eintökum.

Egill hélt einnig upp á afmælið með því að setja nýja útgáfu af heimasíðu sinni í loftið og tókst endurgerðin prýðilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.