Lífið

Tjáir sig um elsta soninn

Leikarinn hefur tjáð sig opinberlega um vandræðin með elsta soninn.
Leikarinn hefur tjáð sig opinberlega um vandræðin með elsta soninn.

Leikarinn Michael Douglas hefur tjáð sig opinberlega um vandræðin í tengslum við elsta son sinn, Cameron.

Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi á dögunum eftir að hafa játað að hafa stundað eiturlyfjasölu. Faðir hans var viðstaddur réttarhöldin ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Diöndru, og voru þau eðlilega í miklu uppnámi meðan á þeim stóð.

„Ég hef lent í miklu andstreymi vegna elsta sonar míns en vonandi eru þau mál leyst. Vonandi verður hann í góðum málum eftir nokkur ár," sagði leikarinn. Nýjasta mynd hans er framhaldsmyndin Wall Street 2 sem margir bíða spenntir eftir.





Allir helstu miðlar Bandaríkjanna fylgdust með réttarhöldunum.
Feðgarnir á góðri stund.
Michael Douglas og fyrrum kona hans, Diandra Luker, móðir Cameron.
Afinn, Kirk Douglas, skrifaði í bréfi sínu til dómarans að hann ætti enga ósk heitari en að sjá Cameron öðlast leiklistarframa áður en hann deyr.
Douglas-fjölskyldan var óánægð með dóminn.
Dómurinn var kveðinn upp í New York í gær.
Cameron Douglas fékk fimm ára dóm.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.