Erlent

Carlsberg boða uppsagnir eftir verkfall

Óli Tynes skrifar
Glugg glugg  glu...alt búið
Glugg glugg glu...alt búið

Carlsberg bjórverksmiðjurnar boða uppsagnir starfsfólks þegar það loks kemur til vinnu aftur eftir verkfall sem hófst í síðustu viku.

Verkfallið nær til 1100 starfsmanna í Danmörku. Það hefur meðal annars leitt til þess að þurft hefur að flytja bjórframleiðslu fyrir markaði í Kanada, Noregi og Svíþjóð til verksmiðja í öðrum löndum.

Talsmaður Carlsberg talar enga tæpitungu. Jens Bekke segir í viðtali við Jyllandsposten að það sé 100 prósent víst að fólki verði sagt upp.

-Við höfum tapað bæði framleiðslu og markaðshlutdeild og það þarf því færra fólk í verksmiðjuna.

Carlsberg bjór er að klárast á Jótlandi og Fjóni og það sama gerist brátt í Kaupmannahöfn og á Sjálandi.

Verkfallið er vegna launadeilna. Jens Bekke segir að framleiðsla á bjór sé þegar dýrari í Danmörku en annarsstaðar.

-Og það verður náttúrlega ennþá dýrara ef fólkið heldur að sami mannskapur eigi að vinna við að framleiða minna. Það gengur ekki upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×