Amadou og Mariam: fjórar stjörnur 14. maí 2010 20:00 Amadou og Mariam unnu hugi og hjörtu tónleikagesta í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Fréttablaðið/Valli Blindu hjónin stóðu fyrir sínuTónleikar **** Amadou & Mariam Laugardalshöll 12. maí Listahátíð í ReykjavíkÞað var nokkuð þétt setið í Laugardalshöll þegar upphitunarsveitin Retro Stefson hóf leik stundvíslega klukkan hálf níu á miðvikudagskvöldið. Þessi sjö manna hljómsveit fyllti skemmtilega út í sviðið í Höllinni og náði strax upp fínni stemningu með fjörmiklu danspoppinu sínu. Þau fengu áheyrendur til að standa upp og hreyfa sig, stíga dansspor og fallast í faðma.Í fljótu bragði get ég ekki séð að önnur sveit hefði hentað betur til að hita upp fyrir aðalnúmer kvöldsins. Retro Stefson er alltaf að verða þéttari og þéttari, en maður er samt farinn að fá svolítinn leiða á að heyra alltaf sömu lögin hjá þeim. Fyrir stóran hluta áhorfenda í Höllinni sem var eflaust að sjá þau í fyrsta skipti hefur það ekki verið vandamál.Eftir stutt hlé komu svo Amadou og Mariam á sviðið ásamt fjögurra manna hljómsveit. Amadou spilaði sjálfur á gítar, en auk hans voru hljómborðsleikari, bassaleikari, trommuleikari og slagverksleikari í hljómsveitinni. Eftir stutta kynningu byrjuðu þau á titillagi nýjustu plötu sveitarinnar, Welcome to Mali og svo komu lögin hvert af öðru, Magossa, Batoma, Afrika, Masitelati…Stemningin var frekar erfið í byrjun. Flestir sátu sem fastast þrátt fyrir smitandi grúvið og það var eins og enginn þyrði að fara á dansgólfið sem hafði verið útbúið fyrir framan sviðið af ótta við að loka á útsýni þeirra sem sátu á fremsta bekk. Það tók heldur enginn undir þegar Amadou hvatti áheyrendur til að syngja með í laginu Ce n'est pas bon, enda fæstir í salnum með frönskuna á hreinu.En smám saman hitnaði í salnum. Eftir að Mariam hafði yfirgefið sviðið í nokkur lög kom hún aftur og söng smellinn sem þau gerðu með Damon Albarn, Sabali, við góðar undirtektir. Og svo gerðist það allt í einu að hópurinn sem dansaði aftast í salnum stormaði fram að sviðinu og skömmu seinna höfðu flestir í salnum staðið upp og hreyfðu sig í takt við tónlistina. Eftir það var stemningin allt önnur.Amadou og Mariam er hörku tónleikasveit. Tónlistin er sambland af afrískum ryþma, poppi og rokki.Hljóðfæraleikararnir voru allir fyrsta flokks og skiptust á að sýna snilldartakta, en það sem dreif tónlistina áfram og er grunnur hennar er gítarleikur Amadous. Frábær gítarleikari!Eftir uppklapp tók sveitin nokkur lög til viðbótar. Fyrst tóku þau Je pense à toi, sem er einn elsti smellurinn þeirra og eitt af þessum fullkomnu popplögum. Amadou og Mariam lokuðu svo dagskránni sem hafði staðið í tæpa tvo klukkutíma með gleðisöngnum Beaux dimanches af Dimanche à Bamako, plötunni sem þau gerðu með Manu Chao. Flottur endir á frábærum tónleikum.Það hefur skapast hefð fyrir því að bjóða upp á heimstónlist á Listahátíð og er það vel. Tónleikar Amadou og Mariam bætast í hóp margra skemmtilegra heimstónlistartónleika á hátíðinni undanfarin ár.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Blindu hjónin frá Malí skiluðu frábærum tónleikum í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.Hér er myndband við lagið Je pense à toi Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Blindu hjónin stóðu fyrir sínuTónleikar **** Amadou & Mariam Laugardalshöll 12. maí Listahátíð í ReykjavíkÞað var nokkuð þétt setið í Laugardalshöll þegar upphitunarsveitin Retro Stefson hóf leik stundvíslega klukkan hálf níu á miðvikudagskvöldið. Þessi sjö manna hljómsveit fyllti skemmtilega út í sviðið í Höllinni og náði strax upp fínni stemningu með fjörmiklu danspoppinu sínu. Þau fengu áheyrendur til að standa upp og hreyfa sig, stíga dansspor og fallast í faðma.Í fljótu bragði get ég ekki séð að önnur sveit hefði hentað betur til að hita upp fyrir aðalnúmer kvöldsins. Retro Stefson er alltaf að verða þéttari og þéttari, en maður er samt farinn að fá svolítinn leiða á að heyra alltaf sömu lögin hjá þeim. Fyrir stóran hluta áhorfenda í Höllinni sem var eflaust að sjá þau í fyrsta skipti hefur það ekki verið vandamál.Eftir stutt hlé komu svo Amadou og Mariam á sviðið ásamt fjögurra manna hljómsveit. Amadou spilaði sjálfur á gítar, en auk hans voru hljómborðsleikari, bassaleikari, trommuleikari og slagverksleikari í hljómsveitinni. Eftir stutta kynningu byrjuðu þau á titillagi nýjustu plötu sveitarinnar, Welcome to Mali og svo komu lögin hvert af öðru, Magossa, Batoma, Afrika, Masitelati…Stemningin var frekar erfið í byrjun. Flestir sátu sem fastast þrátt fyrir smitandi grúvið og það var eins og enginn þyrði að fara á dansgólfið sem hafði verið útbúið fyrir framan sviðið af ótta við að loka á útsýni þeirra sem sátu á fremsta bekk. Það tók heldur enginn undir þegar Amadou hvatti áheyrendur til að syngja með í laginu Ce n'est pas bon, enda fæstir í salnum með frönskuna á hreinu.En smám saman hitnaði í salnum. Eftir að Mariam hafði yfirgefið sviðið í nokkur lög kom hún aftur og söng smellinn sem þau gerðu með Damon Albarn, Sabali, við góðar undirtektir. Og svo gerðist það allt í einu að hópurinn sem dansaði aftast í salnum stormaði fram að sviðinu og skömmu seinna höfðu flestir í salnum staðið upp og hreyfðu sig í takt við tónlistina. Eftir það var stemningin allt önnur.Amadou og Mariam er hörku tónleikasveit. Tónlistin er sambland af afrískum ryþma, poppi og rokki.Hljóðfæraleikararnir voru allir fyrsta flokks og skiptust á að sýna snilldartakta, en það sem dreif tónlistina áfram og er grunnur hennar er gítarleikur Amadous. Frábær gítarleikari!Eftir uppklapp tók sveitin nokkur lög til viðbótar. Fyrst tóku þau Je pense à toi, sem er einn elsti smellurinn þeirra og eitt af þessum fullkomnu popplögum. Amadou og Mariam lokuðu svo dagskránni sem hafði staðið í tæpa tvo klukkutíma með gleðisöngnum Beaux dimanches af Dimanche à Bamako, plötunni sem þau gerðu með Manu Chao. Flottur endir á frábærum tónleikum.Það hefur skapast hefð fyrir því að bjóða upp á heimstónlist á Listahátíð og er það vel. Tónleikar Amadou og Mariam bætast í hóp margra skemmtilegra heimstónlistartónleika á hátíðinni undanfarin ár.Trausti JúlíussonNiðurstaða: Blindu hjónin frá Malí skiluðu frábærum tónleikum í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.Hér er myndband við lagið Je pense à toi
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“