Skuldsetningarheimild Alþingis takmörkuð í stjórnarskrá Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson skrifar 12. nóvember 2010 11:17 Alþingi fer með fjárveitingarvaldið að meginstefnu til á meðan sveitarfélög fara með fjárveitingarvaldið að hluta, samkvæmt 2. mgr. 78. gr. stjskr. sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Samkvæmt 2. ml. 40. gr. stjórnarskrárinnar má ekki taka lán nema samkvæmt lagaheimild og er þar átt við að einungis þurfi einfaldan meirihluta þings. Undanfarið hefur hið opinbera farið mikinn í skuldsetningu og er nú svo komið að mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fjárlagahallann og stöðu ríkissjóðs. Við opinbera stefnumótun kemur sú staða iðulega upp að taka þurfi lán til að fjármagna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það getur verið hluti af almennri pólitík að eyða meira eitt árið heldur en það næsta. Ríkið getur þurft að taka lán til að fjármagna tilteknar framkvæmdir eða til að greiða fyrir velferðarþjónustu í kjölfar hallareksturs. Slíkt er gott og gilt og á ekki að vera takmarkað um of. Hins vegar verður að líta til þess að ef engar hindranir standa í vegi fyrir því að meirihluti hvers tíma skuldsetji framtíðarkynslóðir og framtiðarríkisstjórnir er komið framar því sem góðu hófi gegnir. Slíkt er síður en svo hvetjandi fyrir skynsamlega fjárhagsstjórn. Þá getur maður rétt svo ímyndað sér hversu þensluhvetjandi slíkt getur verið þegar hagkerfið má ekki við umframeyðslu. Það er ólíðandi að hið opinbera geti skuldsett framtíðarkynslóðir án þess að brýn nauðsyn standi til. Ég held að það sé orðið tímabært að taka til fullrar skoðunar hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins í stjórnarskrá. Hugmyndin sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ekki sé hægt að koma sér saman um reglu sem kæmi í veg fyrir óþarfa skuldsetningu án þess að binda hendur fjárveitingarvaldsins um of. Það væri til að mynda hægt að hugsa sér að skuldsetning yfir ákveðnu hlutfalli þjóðarframleiðslu yrði einungis heimil ef brýna nauðsyn bæri til í þágu allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða að almannahagsmunir þess krefðust. Að auki væri hægt að hugsa sér að til þyrfti aukinn meirihluta Alþingis til samþykktar á skuldsetningu sem færi yfir tiltekið (hærra) hámark þjóðarframleiðslu ársins, eða áranna, á undan. Eitt er þó víst. Við viljum ekki vakna við það að valdhafar hafi skuldsett borgarana þannig að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu, án þess að full rök standi til. Því tel ég fulla ástæðu til að taka slíkar hugmyndir til umræðu á stjórnlagaþingi. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér til stjórnlagaþings. 3-18-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Alþingi fer með fjárveitingarvaldið að meginstefnu til á meðan sveitarfélög fara með fjárveitingarvaldið að hluta, samkvæmt 2. mgr. 78. gr. stjskr. sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Samkvæmt 2. ml. 40. gr. stjórnarskrárinnar má ekki taka lán nema samkvæmt lagaheimild og er þar átt við að einungis þurfi einfaldan meirihluta þings. Undanfarið hefur hið opinbera farið mikinn í skuldsetningu og er nú svo komið að mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fjárlagahallann og stöðu ríkissjóðs. Við opinbera stefnumótun kemur sú staða iðulega upp að taka þurfi lán til að fjármagna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það getur verið hluti af almennri pólitík að eyða meira eitt árið heldur en það næsta. Ríkið getur þurft að taka lán til að fjármagna tilteknar framkvæmdir eða til að greiða fyrir velferðarþjónustu í kjölfar hallareksturs. Slíkt er gott og gilt og á ekki að vera takmarkað um of. Hins vegar verður að líta til þess að ef engar hindranir standa í vegi fyrir því að meirihluti hvers tíma skuldsetji framtíðarkynslóðir og framtiðarríkisstjórnir er komið framar því sem góðu hófi gegnir. Slíkt er síður en svo hvetjandi fyrir skynsamlega fjárhagsstjórn. Þá getur maður rétt svo ímyndað sér hversu þensluhvetjandi slíkt getur verið þegar hagkerfið má ekki við umframeyðslu. Það er ólíðandi að hið opinbera geti skuldsett framtíðarkynslóðir án þess að brýn nauðsyn standi til. Ég held að það sé orðið tímabært að taka til fullrar skoðunar hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins í stjórnarskrá. Hugmyndin sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ekki sé hægt að koma sér saman um reglu sem kæmi í veg fyrir óþarfa skuldsetningu án þess að binda hendur fjárveitingarvaldsins um of. Það væri til að mynda hægt að hugsa sér að skuldsetning yfir ákveðnu hlutfalli þjóðarframleiðslu yrði einungis heimil ef brýna nauðsyn bæri til í þágu allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða að almannahagsmunir þess krefðust. Að auki væri hægt að hugsa sér að til þyrfti aukinn meirihluta Alþingis til samþykktar á skuldsetningu sem færi yfir tiltekið (hærra) hámark þjóðarframleiðslu ársins, eða áranna, á undan. Eitt er þó víst. Við viljum ekki vakna við það að valdhafar hafi skuldsett borgarana þannig að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu, án þess að full rök standi til. Því tel ég fulla ástæðu til að taka slíkar hugmyndir til umræðu á stjórnlagaþingi. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér til stjórnlagaþings. 3-18-3
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun