Innlent

Bandbrjálaður maður réðist á leigubíl

Lögreglan handsamaði í nótt bandbrjálaðan mann, sem meðal annars hafði ráðist á leigubíl og sparkað ítrekað í hann, þannig að skemmdir hlutust af.

Vitni að hamaganginum ætluðu að stöðva leikinn þegar maðurinn lagði á flótta en féll í götuna, þar sem lögregla handtók hann. Hann var ölvaður og er nú að sofa úr sér vímuna í fangageymslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×