Lakari námsárangur barna á landsbyggðinni 7. desember 2010 11:53 Lesskilningur íslenskra nemenda er aftur að aukast, samkvæmt PISA rannsókninni Íslenskir nemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðum nýrrar PISA rannsóknar á lesskilningi og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda. Ísland hefur tekið þátt í rannsókninni fjórum sinnum, fyrst árið 2000, og hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað í hvert sinn sem mælingin hefur verið gerð síðan, það er árin 2003 og 2006. Niðurstöðurnar fyrir árið 2009 gefa von um að Ísland sé á réttri leið og eru keimlíkar niðurstöðum árið 2000. 10 lönd af 68 eru með marktækt betri frammistöðu en Ísland í lesskilningi í PISA 2009 og 8 OECD lönd af 33 hafa marktækt betri lesskilning. Ísland stendur í stað í stærðfræði og náttúrufræði frá fyrri rannsóknum, er í 11.-13. sæti í stærðfræði af OECD löndunum en í 20.-25. sæti í náttúrufræði. Finnland sýnir enn frammistöðu sem er með því besta sem sést í allri rannsókninni. Dregið hefur saman með hinum fjórum Norðurlöndunum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku í öllum greinum. Ísland og Noregur hafa sýnt framfarir frá 2006, sérstaklega í lesskilningi, en Danmörk hefur staðið í stað og Svíþjóð hrakað. Munur á milli skóla eykst Breytileiki á milli árangurs skóla á Íslandi hefur aukist verulega á síðustu árum og Ísland er ekki lengur á meðal þeirra landa sem hafa allra minnstan mun á milli skóla, eins og áður var. Þannig hefur Ísland færst frá öðrum samanburðarlöndum eins og Noregi og Finnlandi þar sem lítill munur er á milli skóla. Fyrri PISA rannsóknir hafa sýnt jákvæða fylgni á milli jöfnuðar og góðs árangurs líkt og hjá Finnlandi sem verið hefur með einna minnstan breytileika í árangri milli skóla ásamt því að skora hæst að meðaltali.Betri árangur á höfuðborgarsvæðinu Talsverður munur er á frammistöðu á Íslandi eftir landshlutum í öllum greinum og er hún best á höfuðborgarsvæðinu. Mestur hópamunur er á frammistöðu innflytjenda samanborið við innfædda í lesskilningi. Líkt og árið 2006 reyndist ekki vera til staðar kynjamunur í stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda á Íslandi. Í lesskilningi standa stúlkur ennþá drengjum framar, á svipaðan hátt og í nágrannalöndunum. Árið 2003 var Ísland eina landið þar sem stúlkur mældust marktækt hærri í stærðfræðitengdu efni og var kynjamunur í lesskilningi stúlkum í vil með því hæsta meðal þátttökuþjóða. Árið 2009 er kynjamunur í lesskilningi með allra minnsta móti eða svipaður og árið 2000. Árið 2003 stóðu íslenskar stúlkur sig talsvert betur í stærðfræðilæsi en drengir. Stúlkurnar koma nú verr út en drengirnir sem standa í stað.Áhyggjuefni að innflytjendum gengur verr Nemendur í 10 löndum af 68 koma betur út í lesskilningi en íslensku nemendurnir og 8 ef aðeins eru talin OECD löndin 33. Niðurstöðurnar benda til að lesskilningi og læsi í stærðfræði sé vel sinnt í grunnskólum landsins. Þrátt fyrir að frammistaða íslenskra nemenda í læsi á náttúrufræði hafi batnað lítillega frá síðustu mælingu, árið 2006, eru þeir enn undir meðaltali OECD landanna líkt og nemendur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Mikill munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra sem er sérstakt áhyggjuefni. Líkt og árið 2006 er ekki marktækur munur á frammistöðu drengja og stúlkna í stærðfræði og náttúrufræði. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Íslenskir nemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðum nýrrar PISA rannsóknar á lesskilningi og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda. Ísland hefur tekið þátt í rannsókninni fjórum sinnum, fyrst árið 2000, og hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað í hvert sinn sem mælingin hefur verið gerð síðan, það er árin 2003 og 2006. Niðurstöðurnar fyrir árið 2009 gefa von um að Ísland sé á réttri leið og eru keimlíkar niðurstöðum árið 2000. 10 lönd af 68 eru með marktækt betri frammistöðu en Ísland í lesskilningi í PISA 2009 og 8 OECD lönd af 33 hafa marktækt betri lesskilning. Ísland stendur í stað í stærðfræði og náttúrufræði frá fyrri rannsóknum, er í 11.-13. sæti í stærðfræði af OECD löndunum en í 20.-25. sæti í náttúrufræði. Finnland sýnir enn frammistöðu sem er með því besta sem sést í allri rannsókninni. Dregið hefur saman með hinum fjórum Norðurlöndunum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku í öllum greinum. Ísland og Noregur hafa sýnt framfarir frá 2006, sérstaklega í lesskilningi, en Danmörk hefur staðið í stað og Svíþjóð hrakað. Munur á milli skóla eykst Breytileiki á milli árangurs skóla á Íslandi hefur aukist verulega á síðustu árum og Ísland er ekki lengur á meðal þeirra landa sem hafa allra minnstan mun á milli skóla, eins og áður var. Þannig hefur Ísland færst frá öðrum samanburðarlöndum eins og Noregi og Finnlandi þar sem lítill munur er á milli skóla. Fyrri PISA rannsóknir hafa sýnt jákvæða fylgni á milli jöfnuðar og góðs árangurs líkt og hjá Finnlandi sem verið hefur með einna minnstan breytileika í árangri milli skóla ásamt því að skora hæst að meðaltali.Betri árangur á höfuðborgarsvæðinu Talsverður munur er á frammistöðu á Íslandi eftir landshlutum í öllum greinum og er hún best á höfuðborgarsvæðinu. Mestur hópamunur er á frammistöðu innflytjenda samanborið við innfædda í lesskilningi. Líkt og árið 2006 reyndist ekki vera til staðar kynjamunur í stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda á Íslandi. Í lesskilningi standa stúlkur ennþá drengjum framar, á svipaðan hátt og í nágrannalöndunum. Árið 2003 var Ísland eina landið þar sem stúlkur mældust marktækt hærri í stærðfræðitengdu efni og var kynjamunur í lesskilningi stúlkum í vil með því hæsta meðal þátttökuþjóða. Árið 2009 er kynjamunur í lesskilningi með allra minnsta móti eða svipaður og árið 2000. Árið 2003 stóðu íslenskar stúlkur sig talsvert betur í stærðfræðilæsi en drengir. Stúlkurnar koma nú verr út en drengirnir sem standa í stað.Áhyggjuefni að innflytjendum gengur verr Nemendur í 10 löndum af 68 koma betur út í lesskilningi en íslensku nemendurnir og 8 ef aðeins eru talin OECD löndin 33. Niðurstöðurnar benda til að lesskilningi og læsi í stærðfræði sé vel sinnt í grunnskólum landsins. Þrátt fyrir að frammistaða íslenskra nemenda í læsi á náttúrufræði hafi batnað lítillega frá síðustu mælingu, árið 2006, eru þeir enn undir meðaltali OECD landanna líkt og nemendur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Mikill munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra sem er sérstakt áhyggjuefni. Líkt og árið 2006 er ekki marktækur munur á frammistöðu drengja og stúlkna í stærðfræði og náttúrufræði.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira