Málverk í íslenskum hellum 12. júlí 2010 11:30 Philip Gray með þrjár myndir sem hann málaði meðan á vikudvöl hans á Íslandi stóð.fréttablaðið/anton Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Philip Gray er fyrrum kafari í írska sjóhernum. Þetta er glaðbeittur náungi á miðjum aldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Hann er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir að mála undir afar óvenjulegum kringumstæðum, til dæmis í kafi innan um hákarla og á Mount Everest, hæsta fjalli veraldar. Hann ákvað að koma til Íslands eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli heimsbyggðarinnar og sér ekki eftir því. Yfirskrift málverkanna sem hann málaði hér á landi er What Lies Beneath, eða Það sem liggur undir yfirborðinu. „Hugmyndin er að nota orkuna í náttúrunni og yfirfæra hana á okkar eigið líf. Innra með okkur býr mikil orka og ástríða og stundum þarf fólk að fá tækifæri til að gjósa og sleppa fram af sér beislinu,“ segir Gray. Í vikulangri heimsókn sinni til Íslands, sem fyrirtækið Arctic Adventures skipulagði, skoðaði Gray hellana Leiðarenda og Búra, auk þess sem hann fór í Landmannalaugar, upp á Heklu og kafaði í Silfru á Þingvöllum. Á öllum þessum stöðum málaði Gray myndir sem hann ætlar að selja í Bretlandi. Hann reiknar með að um þrjú hundruð málverk verði í boði frá heimsókninni til Íslands hjá um það bil sextíu galleríum. Minnstu málverkin hans kosta um 700 pund og þau stærstu um 1.400 pund, eða yfir 250 þúsund krónur, og almennt seljast verkin hans mjög vel. Gray tekur einnig myndbönd af heimsóknum sínum til allra heimshorna og hefur breska ríkisútvarpið, BBC, meðal annars falast eftir því að búa til þáttaröð með honum. Ekki hefur verið ákveðið hvort af henni verður. Eins og áður segir hefur Gray málað neðansjávar innan um hákarla en hann segir það ekkert tiltökumál. Hann viðurkennir þó að hættan sé til staðar. „Ég hef verið ansi nálægt tígrishákörlum og þeir geta verið óútreiknanlegir. En þeir eru alltaf vel mataðir, þannig að maður getur kafað frekar nálægt þeim. Tveimur vikum áður en ég kafaði innan um tígris-hákarlana var kálfinn bitinn af einni konu sem var þar. Þetta á að vera öruggt umhverfi en maður veit aldrei.“ Tvær ferðir til viðbótar eru fyrirhugaðar hjá Gray á þessu ári. Fyrst flýgur hann til Kalkútta á Indlandi þar sem hann málar mynd til styrktar góðgerðarsamtökunum Hope Foundation. Eftir það fer hann í grunnbúðirnar á Mount Everest í annað sinn ásamt hópi þekktra Íra. Þar ætlar hann að kenna þeim að mála og verða verkin síðan boðin upp til styrktar sömu góðgerðarsamtökum. Gray á þó enn eftir að mála á toppi Everest. „Þetta er góð æfing en ef ég fengi eina ósk uppfyllta væri það að fara upp á tindinn og hafa nægan tíma til að mála þar málverk. Ég yrði fyrsti listamaðurinn til að mála á tindinum og það yrði hreint út sagt stórkostlegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Philip Gray er fyrrum kafari í írska sjóhernum. Þetta er glaðbeittur náungi á miðjum aldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Hann er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir að mála undir afar óvenjulegum kringumstæðum, til dæmis í kafi innan um hákarla og á Mount Everest, hæsta fjalli veraldar. Hann ákvað að koma til Íslands eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli heimsbyggðarinnar og sér ekki eftir því. Yfirskrift málverkanna sem hann málaði hér á landi er What Lies Beneath, eða Það sem liggur undir yfirborðinu. „Hugmyndin er að nota orkuna í náttúrunni og yfirfæra hana á okkar eigið líf. Innra með okkur býr mikil orka og ástríða og stundum þarf fólk að fá tækifæri til að gjósa og sleppa fram af sér beislinu,“ segir Gray. Í vikulangri heimsókn sinni til Íslands, sem fyrirtækið Arctic Adventures skipulagði, skoðaði Gray hellana Leiðarenda og Búra, auk þess sem hann fór í Landmannalaugar, upp á Heklu og kafaði í Silfru á Þingvöllum. Á öllum þessum stöðum málaði Gray myndir sem hann ætlar að selja í Bretlandi. Hann reiknar með að um þrjú hundruð málverk verði í boði frá heimsókninni til Íslands hjá um það bil sextíu galleríum. Minnstu málverkin hans kosta um 700 pund og þau stærstu um 1.400 pund, eða yfir 250 þúsund krónur, og almennt seljast verkin hans mjög vel. Gray tekur einnig myndbönd af heimsóknum sínum til allra heimshorna og hefur breska ríkisútvarpið, BBC, meðal annars falast eftir því að búa til þáttaröð með honum. Ekki hefur verið ákveðið hvort af henni verður. Eins og áður segir hefur Gray málað neðansjávar innan um hákarla en hann segir það ekkert tiltökumál. Hann viðurkennir þó að hættan sé til staðar. „Ég hef verið ansi nálægt tígrishákörlum og þeir geta verið óútreiknanlegir. En þeir eru alltaf vel mataðir, þannig að maður getur kafað frekar nálægt þeim. Tveimur vikum áður en ég kafaði innan um tígris-hákarlana var kálfinn bitinn af einni konu sem var þar. Þetta á að vera öruggt umhverfi en maður veit aldrei.“ Tvær ferðir til viðbótar eru fyrirhugaðar hjá Gray á þessu ári. Fyrst flýgur hann til Kalkútta á Indlandi þar sem hann málar mynd til styrktar góðgerðarsamtökunum Hope Foundation. Eftir það fer hann í grunnbúðirnar á Mount Everest í annað sinn ásamt hópi þekktra Íra. Þar ætlar hann að kenna þeim að mála og verða verkin síðan boðin upp til styrktar sömu góðgerðarsamtökum. Gray á þó enn eftir að mála á toppi Everest. „Þetta er góð æfing en ef ég fengi eina ósk uppfyllta væri það að fara upp á tindinn og hafa nægan tíma til að mála þar málverk. Ég yrði fyrsti listamaðurinn til að mála á tindinum og það yrði hreint út sagt stórkostlegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“