Enski boltinn

Ferdinand og Vidic klárir í slaginn gegn West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nemanja Vidic og Rio Ferdinand.
Nemanja Vidic og Rio Ferdinand. Nordic photos/AFP

Englandsmeistarar Manchester United fá tækifæri til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap gegn Everton þegar West Ham heimsækir Old Trafford-leikvanginn annað kvöld.

Búist var við því að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson myndi nota tækifærið til þess að hvíla lykilmenn á borð við Wayne Rooney gegn West Ham fyrir úrslitaleik deildarbikarsins um næstu helgi en eftir tapið gegn Everton er alls óvíst hvort að hann megi við því.

Ferguson gæti aftur á móti spilað þeim Rio Ferdiand og Nemanja Vidic saman í miðverðinum en Vidic er klár að nýju eftir að hafa misst af öllum leikjum liðsins á árinu 2010 og Ferdinand er leikfær eftir að hafa afplánað þriggja leikja leikbann. Miðvarðarparið hefur ekki leikið saman síðan í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×